Hagnýt Ameríkufræði
Hagnýt Ameríkufræði
MA gráða – 90 einingar
Í meistaranámi í hagnýtum ameríkufræðum öðlast nemendur sérfræðiþekkingu á máli, sögu og menningu Ameríkulanda með áherslu á norður-, mið- eða suður-ameríku.
Skipulag náms
- Haust
- Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum
- Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum
- Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum
- MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema
- Fræði og ritunB
- Tungumál og menning IB
- Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öldV
- Pétur Pan og HvergilandVE
- Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningarV
- Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningarV
- Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra málaV
- EinstaklingsverkefniV
- Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningarV
- Hollywood: Place and MythVE
- Þrettán hlutirV
- Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menningV
- Miðlun og menningV
- Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórnV
- Ritstjórn og fræðileg skrifV
- Kvikmyndir SpánarV
- EinstaklingsverkefniV
- Málstofa C: OrðabókafræðiV
- ÞýðingafræðiV
- Þýðingar og þýðingatækniV
- Vor
- Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum
- Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum
- Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum
- Fjöldahreyfingar og jaðarmenning í Rómönsku-AmeríkuV
- Nytsemi frásagnarlistar: Hvernig eiga bókmenntir að bregðast við hnattrænum áskorunum?V
- Skrímsli, morð og ógnir: HryllingssögurV
- AðlaganirV
- Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra málaV
- Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: FranskaV
- Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: FranskaV
- Einstaklingsverkefni: Óhefðbundnir kennsluhættirV
- Skapandi heimildamyndirV
- Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni VE
- Menning og andófV
- New Critical ApproachesV
- Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefðV
- Spænsk málsaga og málsvæðiV
- Sérverkefni í spænskuV
- Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og BandaríkjannaVE
- Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öldV
- Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóðVE
- NýlendubókmenntirV
- Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku AmeríkuVE
- EinstaklingsverkefniV
- Nýjar raddir í þýðingafræðiV
Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum (AME301L, AME302L, AME303L)
Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum unnið á ensku.
Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum (AME301L, AME302L, AME303L)
Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum. Gert er ráð fyrir að lokaverkefni sé unnið á frönsku, en leiðbeinandi tekur þó lokaákvörðun um tungumálið í samráði við nemandann.
Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum (AME301L, AME302L, AME303L)
Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum. Gert er ráð fyrir að lokaverkefni sé unnið á spænsku, en leiðbeinandi tekur þó lokaákvörðun um tungumálið í samráði við nemandann.
MA-málstofa: Ráðstefna framhaldsnema (ENS113F)
Þetta er skyldunámskeið fyrir alla meistaranema í ensku. Haldnar eru stuttar málstofur þar sem nemendur fá tækifæri til að ræða stefnur og tilgátur tengdum enskum fræðum og undirbúa sig fyrir að kynna eigin verk og annarra á vettvangi sinna fræða, heima eða erlendis. Mat er byggt á þátttöku í námskeiðinu: 2 stuttum verkefnum og kynningu á rannsóknarverkefni sem unnið er í tengslum við námskeið valnámskeið eða lokaverkefni.
Fræði og ritun (ENS231F)
Á þessu námskeiði fjöllum við um menningar-, frásagnar- og aðlögunarfræði. Virk þátttaka er nauðsynleg.
Tungumál og menning I (MOM301F)
Viðfangsefni námskeiðsins eru margvísleg tengsl menningar og tungumála út frá hugmyndasögulegum, félags- og málvísindalegum forsendum. Gömul og ný heimsmál verða kynnt, tilurð þeirra, áhrif og afleiðingar. Fjallað verður um talmál og ritmál: Hvað er skrifað, hvers vegna og hvernig? Reglur og ólík viðhorf til tungumála eru rædd og velt verður upp spurningum um tengsl mannsins við hugsun og tungumál.
Frá Miðgarði til Marvel, Aðlögun norrænna goðafræða í stafrænni öld (MOM501M)
Þetta námskeið fjallar um áhrif miðaldabókmennta á enskar bókmenntir og menningu nútímans, og hvernig slík áhrif eru aðlöguð á stafrænni öld. Lögð er áhersla á norræna goðafræði og skoðað hvernig þær sögur hafa fléttast saman við vestræna menningu nútímans, frá JRR Tolkien og Neil Gaiman til Marvel kvikmyndaheimsins.
Pétur Pan og Hvergiland (ENS704M)
Ævintýraheimarnir sem skoska skáldið J. M. Barrie skapaði í kringum eilífðarstrákinn Pétur Pan hafa tekið mörgum breytingum, af hendi höfundar og fjölda annarra – ekki síst á vegum Disney fyrirtækisins og þýðinga á flest heimsins tungumál. Á þessu námskeiði munum við íhuga sumar af þeim myndbreytingum sem orðið hafa á ástsælum persónum og hugarheimum Hvergilands við flutning á milli miðlunarleiða og menningarheima í gegnum helstu grunnhugmyndir og hugtök á sviði aðlögunarfræða. Þetta er 6-vikna hraðnámskeið með símat.
Málstofa: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF724F)
Þessi aðferðafræðilega málstofa tekst á við hið nýja og vaxandi svið tilfinningafræða og sögu tilfinninga og snýst um að beina slíkum rannsóknum að tilfinningum í bókmenntaverkum. Í málstofunni munum við rekja sögu tilfinningarannsókna á hinum mismunandi sviðum, þar með talið sálfræði, taugalíffræði og sagnfræði, ásamt því að beita slíkum kenningum á bókmenntatexta. Við munum íhuga spurningar eins og hvað eru bókmenntalegar tilfinningar? Hvar er hægt að finna þær? Hvernig er hægt að skilgreina þær og hvað er sambandið milli sögulegra og bókmenntalegra tilfinninga?
Í málstofunni munum við fara vítt og breitt um kenningarfræðilegan bakgrunn tilfinningarannsókna og kynna okkur mismunandi aðferðafræði og hinar helstu kenningar rannsóknarsviðsins. Við munum því næst beita kenningum og aðferðafræði tilfinningarannsókna á valda texta með það fyrir augum að dýpka skilning nemenda á fræðikenningum og nálgunaraðferðinni. Markmiðið er að hvetja nemendur til að vinna með texta að eigin vali með það fyrir augum að íhuga tilfinningamiðlun, táknfræna framsetningu og hlutverk tilfinninga í hverjum texta fyrir sig.
Málstofan verður haldin á fyrri hluta misseris en lokatímar verða í lok misseris þar sem nemendur kynna rannsóknarverkefni sín (fyrir þá sem hyggjast taka rannsóknarverkefnið) eða kynna ímyndað eða áætlað verkefni (fyrir þá sem kjósa að sitja einungis málstofuna sjálfa).
Lesnir verða bæði fræðilegir textar og valin bókmenntaverk. Málstofan fer fram á ensku.
Málstofuverkefni: Tilfinningar í skáldskap og sögulegar tilfinningar (ABF725F)
Nemendur velja texta að eigin vali og beita þeim kenningum eða aðferðafræði sem farið hefur verið yfir í málstofunni. Markmiðið er að gefa nemendum tækifæri til að vinna með texta að eigin vali. Ekki er ætlast til þess að nemendur sitji málstofuna til að geta tekið verkefnið og er nemendum því frjálst að vinna verkefnið sjálfstætt (undir leiðsögn kennara).
Mat byggist á rannsóknarverkefni sem skilað er í lok misseris. Val á rannsóknarverkefni skal liggja fyrir eftir verkefnaviku. Verkefni má skila hvort heldur er á ensku eða íslensku.
Kenningar um tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS034F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu kenningar um máltöku annars máls og erlendra mála og áhrif kenninga á kennslu. Skoðaðar verða mállegar, félagslegar, sálfræðilegra og námslegar breytur sem áhrif hafa á málanám og málfærni. Til að mynda verður fjallað um máltöku annars máls og erlendra mála hjá börnum og unglingum. Tvítyngi verður skoðað og áhrif þess á málþroska, læsi og námsframvindu barna. Einnig, verður farið yfir helstu kenningar um eðli máltileinkunnar hjá fullorðnum. Nemendur munu leysa verkefni sem skoða máltöku og kennsluaðferðir á mismunandi efni á öðru eða erlendu máli.
Einstaklingsverkefni (ENS131FENS114F)
Heimilt er að taka allt að 15e í einstaklingsverkefnum. Nemandi velur sér rannsóknaverkefni til úrlausnar í samráði við kennara á MA-stigi, og þarf samþykki umsjónarkennara að liggja fyrir áður en hægt er að skrá sig í þetta verkefni. Einstaklingsverkefni skulu að öllu jöfnu tengjast MA-námskeiðum sem nemandinn hefur þegar lokið eða vera á því sviði sem hann hefur valið sér.
Tileinkun orðaforða: Rannsóknir og kenningar (ENS344M)
Á námskeiðinu verður farið í ýmsar aðferðir til að auka orðaforða eins og tengiorðaaðferðina, notkun flýtispjalda og gildi yfirgripsmikils lestrar. Þá verður eðli orðaforðatileinkunar gerð skil t.d. hvað felst í að læra nýtt orð auk ýmis konar tölfræði varðandi mismunandi kunnáttu í orðaforða.
Hollywood: Place and Myth (ENS352M)
What does Sunset Boulevard, double entendres, self-censorship, the Coen Brothers, and #metoo have in common? They all reveal that Hollywood is not quite the fantasy it poses to be.
A very real place and industry within Los Angeles, California, Hollywood has led in film production since the beginning of narrative film, yet its magic is created within the bland and sometimes devastating concrete lots, sound stages and offices of producers and agents.
This course aims to explore the reality of Hollywood and how it has functioned over time, to examine and critique its presentation and reputation through film and media. The course includes critical viewings of films that are based on both the myth and reality of Hollywood as well as critical readings on historical context, news/gossip, and the history of American narrative film.
Only 35 seats are available for ENS352M. Once the course is filled please contact Nikkita (nhp1@hi.is) to be added onto a waiting list in case a spot opens up.
Þrettán hlutir (FOR701M)
Conventional sociological or historical accounts tend to portray human life as if objects either are irrelevant or at best, passive and inert. This course follows the ‘material turn’ that has occurred in the social sciences and the humanities in the past 20 years and explores the importance of things for understanding human society and history. Drawing on examples from a wide range of disciplines from design history to archaeology, each week a different object is taken for study, illustrating the various disciplinary and theoretical approaches that have been taken to material culture in recent years. The course will be organized around weekly lectures, reading and discussion. The course will be taught in english.
Einstaklingsverkefni. Stjórnkerfi, saga og menning (FRA103F)
Í þessu námskeiði er farið ítarlega í menningu, sögu og stjórnkerfi Frakklands. Kennsla fer fram á frönsku.
Miðlun og menning (HMM106FHMM120F)
Í námskeiðinu er menningarhugtakið teknar til gagnrýninnar skoðunar. Kenningar og skilgreiningar eru reifaðar samtímis því sem hlutverk, skilyrði og áhrif menningar í samtímanum eru vegin og metin. Markmiðið er að skapa samræðu fræðilegrar umræðu um menningararf, menningarstefnu og menningarlega sjálfbærni við praktísk úrlausnarefni sem tengjast miðlun menningar. Þannig er hugað að samspili menningarlífs við félagslegar, pólitískar og hagrænar aðstæður í sögu og samtíð og kannað hvernig þessir þættir bæði skilyrða og gera mögulega menningarmiðlun í samtímanum. Skoðað er hvernig menningararfur, hefðir, félagslegt minni, hugmyndir um upprunaleika og sjálfsmynd hafa áhrif á mótun og endursköpun menningar og hvernig nota má hugtök eins og „menningarlegt auðmagn“, „menningarlegt forræði“ og „orðræða um menningararf“ til að greina og skilja birtingarmyndir menningar.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Grundvallaratriði vefmiðlunar ‐ Starf vefstjórans og vefritstjórn (HMM120F)
Starf vefstjórans hefur tekið miklum breytingum með stöðugri tækniþróun og áherslu á stafrænar lausnir. Leitast verður við að veita nemendum góða innsýn í helstu þætti í starfi vefstjórans. Rýnt verður í skrif fræðimanna á sviði vefmiðlunar, nemendur kynnast nauðsynlegum tækjum og tólum og við fáum til okkar góða gesti sem hafa fjölbreytta starfsreynslu sem vefstjórar, vefritstjórar og á sviði stafrænnar miðlunar.
Starf vefritstjóra er iðulega samofið almennri vefstjórn. Nemendur fá góða innsýn í ritstjórn vefja og skrifum fyrir stafræna miðla. Fjallað verður um helstu þætti sem vefstjóri / vefritstjóri þarf að hafa vald á, svo sem upplýsingaarkitektúr, skrifum fyrir vef, framsetningu myndefnis, grundvallaratriði í vefhönnun, aðgengismál, nytsemi, öryggismál, vefmælingar, vefumsjónarkerfi, grunntækni vefviðmótsins, helstu hugtök og skilgreiningar í tækni vefsins og netsins.
Nemendur setja upp eigin vef og nota til þess vefumsjónarkerfi að eigin vali, t.d WordPress eða Wix, sem bæði eru til í ókeypis útgáfum, og er hluta verkefna skilað þar. Þannig öðlast nemendur þjálfun í að setja upp einfaldan vef og byggja upp leiðakerfi. Athygli er sérstaklega vakin á því að í námskeiðinu er ekki kennsla á vefumsjónarkerfi. Þeim sem ekki hafa reynslu af notkun þeirra fyrir er bent á að á YouTube má finna fjölda myndbanda þar sem hægt er að læra á kerfin, allt frá grunnatriðum og upp í mun flóknari þætti en ætlast er til að í þessu námskeiði.
Ritstjórn og fræðileg skrif (ÍSL101F)
Þjálfun í ýmsum þáttum er varða ritun fræðilegs efnis og ritstjórn. Ólíkar gerðir fræðilegra ritsmíða skoðaðar og metnar. Þjálfun í því að gera athugasemdir við skipulag og framsetningu á fræðilegum texta og í öðrum þáttum ritstjórnar. Áhersla lögð á ritun fræðilegra greina, en einnig hugað að samningu smærri verka (ráðstefnuútdrátta, ritdóma) og stærri (M.A.-ritgerða, doktorsritgerða, bóka). Fjallað um rannsóknaráætlanir, frágang handrita og ritstuld. Tekin dæmi af textum um ýmis efni, einkum málfræðileg, bókmenntaleg og sagnfræðileg. Stuðst við bókina Skrifaðu bæði skýrt og rétt (Höskuldur Þráinsson 2015).
Námskeiðið er opið nemendum á mörgum námsleiðum í MA-námi á Hugvísindasviði skv. reglum viðkomandi greina. Nemendur á MA-stigi í íslenskum bókmenntum, íslenskri málfræði, íslenskum fræðum og íslenskukennslu geta fengið námskeiðið metið sem hluta af þeirri skyldu sem þeir þurfa að uppfylla í meistarastigsnámskeiðum í íslenskum bókmenntum eða íslenskri málfræði. Nemendur í MA-námi í íslenskukennslu geta þó ekki haft þetta námskeið sem eina málfræði- eða bókmenntanámskeiðið á MA-ferlinum.
Kvikmyndir Spánar (SPÆ303M, SPÆ101M)
Úrval kvikmynda frá Spáni verða greindar í ljósi menningarsögu og þjóðfélagsástands hverju sinni. (Kvikmyndaklúburinn Cine-Club rekinn samhliða námskeiðinu).
Einstaklingsverkefni (SPÆ705FSPÆ709F)
Einstaklingsverekfni í samráði við kennara.
Málstofa C: Orðabókafræði (SPÆ714F)
Málstofa í orðabókarfræði
Þýðingafræði (ÞÝÐ027F)
Inngangsnámskeið í fræðunum þar sem farið verður yfir helstu kenningar tuttugustu aldar á þessu sviði. Nemendur lesa lykiltexta úr fræðunum (sem sumir eru nú til í íslenskri þýðingu), flytja erindi um einn höfundinn og verk hans, þýða einn slíkan fræðitexta og einn bókmenntatexta að eigin vali.
Þýðingar og þýðingatækni (ÞÝÐ028F)
Þetta námskeið er helgað þeirri tækni og tólum sem þýðendur og aðrir geta notað til við störf sín. Nemendur kynnast mikilvægi þýðingaminna, hvernig menn og vélar nota minnin, og hvernig má samtvinna texta og búa til máltæknigögn og orðabækur. Notkun orðabóka á netinu, gagnabanka og annarra hjálpargagna. Málstefna og íðorðafræði. Fjallað um starfsumhverfi þýðandans og farið yfir atriði sem geta hjálpað einyrkja að fá verkefni og lifa af í gigg-hagkerfinu. Nýtt verður verður reynsla þeirra í hópnum sem hafa starfsreynslu fyrir. Nemendur vinna verkefni í tímum sem undirbúa þá fyrir heimaverkefnin.
Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum (AME442L, AME443L, AME444L)
Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum unnið á ensku.
Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum (AME442L, AME443L, AME444L)
Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum. Gert er ráð fyrir að lokaverkefni sé unnið á frönsku, en leiðbeinandi tekur þó lokaákvörðun um tungumálið í samráði við nemandann.
Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum (AME442L, AME443L, AME444L)
Lokaverkefni í hagnýtum Ameríkufræðum. Gert er ráð fyrir að lokaverkefni sé unnið á spænsku, en leiðbeinandi tekur þó lokaákvörðun um tungumálið í samráði við nemandann.
Fjöldahreyfingar og jaðarmenning í Rómönsku-Ameríku (SPÆ411M)
Á námskeiðinu er leitast við veita innsýn í hina mörgu og ólíku menningarafkima Rómönsku- Ameríku. Ætlunin er að varpa ljósi á hliðarmenningar samtímans með aðstoð ýmissa forma menningarframleiðslu, svo sem kvikmynda, myndbanda, nýrra miðla og tónlistar. Sjónum verður m.a. beint að æskulýðsmenningu, tónlistar- og listamenningu, fjöldahreyfingum kvenna og umhverfissinna og öðru andófi ýmiskonar. Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist enn frekari skilning á fjölmenningarlegum veruleika heimshlutans. Beitt verður margvíslegum greiningatækjum úr ranni hugvísinda, menningar- og félagsfræði.
Nytsemi frásagnarlistar: Hvernig eiga bókmenntir að bregðast við hnattrænum áskorunum? (ENS819M)
Tveggja daga mástofa í byrjun mars. Dagsetningar og tímasetning auglýst síðar.
Meginmarkmið þessa námskeiðs er að fjalla um hvort, eða hvernig, enskar bókmenntir í öllum sínum fjölbreyttu frásagnarformum geti brugðist við viðvarandi og brýnum hnattrænum áskorunum á borð við loftslagsbreytingar, efasemdir um vísindi, hugmyndafræðilega pólun o.fl. Við byrjum á því að viðurkenna grundvallarhlutverk bókmennta sem könnunarform (Hughes 2008, bls. 215), hlutlægar og sjálfstæðar rannsóknir sem þurfa, að einhverju leyti, að vera óháðar íþyngjandi kröfum nýfrjálshyggjukerfa og pólitískra dagskrárliða. Síðan verður rætt hvort, á þessum krepputímum, bókmenntafræðingar hafi einnig siðferðislega skyldu til að leggja áherslu á nytsemi frásagnarlistar, möguleika bókmennta til að veita innblástur og jafnvel koma til leiðar grundvallarbreytingum. Málstofan hefst á líflegum fræðilegum umræðum um nytsemi frásagnarlistar. Að þeim loknum mun ég ræða hvernig rannsóknir mínar bregðast við hnattrænum áskorunum áður en ég leiði gagnvirkar vinnustofur þar sem skoðað verður hvernig nemendur í hugvísindum fást við, eða fjarlægjast, hugmyndina um nytsemi. Til þess að sýna fram á mikilvægi markmiða námskeiðsins þarf að veita upplýsingar um hnattrænt ástand hugvísindanna.
Bakgrunnur:
Hægt er að færa sannfærandi rök fyrir því að hugvísindin standi frammi fyrir tilvistarkreppu. Frá Nýja-Sjálandi (Gordon & Argue 2024) til Hollands (Scali 2024) til Bandaríkjanna (Hartcollis 2023) hafa menntastofnanir skorið verulega niður fjárveitingar til hugvísinda, og skráning nemenda í greinar eins og sagnfræði og enskar bókmenntir hefur náð sögulegu lágmarki (Heller 2023). Þar sem útskrifaðir nemendur með gráður í hugvísindum hafa almennt lægri tekjur en jafnaldrar þeirra í öðrum greinum eins og verkfræði og viðskiptum halda margir hagfræðingar því fram að menntun í frjálsum listum sé ekki „peninganna virði“ (Hartcollis 2023). Í okkar nýfrjálshyggjuheimi, sem er knúinn áfram af markaðsdrifnum hagvexti og tækninýjungum, er því oft litið svo á að nytsemi hugvísindagreina sé lítil og í mörgum tilvikum alveg horft framhjá henni.
Í hagfræði er nytsemi almennt skilgreind sem „ánægjan sem fæst af því að neyta vöru“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Nytsemi þýðir því „miklu meira en bara notagildi. Hún tekur á sig merkingu sem tengist ánægju, hamingju eða lífsfyllingu“ (Barkley & Barkley 2003, 7.2). Þetta útskýrir hvers vegna nytsemi starfsgreina á sviðum eins og verkfræði og viðskipta er mjög virt. Auk þeirrar lífsfyllingar sem fæst af því að vera talinn undirstaða markaðsdrifinna hagkerfa fá verkfræðingar og viðskiptafræðingar mikla ánægju af því að hanna áþreifanlegar vörur sem eru taldar nytsamlegar og skila miklum tekjum. Þrátt fyrir að fjölmörg sannfærandi rök fyrir notagildi hugvísinda séu sífellt sett fram og dreift á alþjóðavísu eiga hugvísindin enn í erfiðleikum með að leggja fram sannfærandi rök fyrir nytsemi sinni, þar sem þau skortir augljósa fjárhagslega mælikvarða sem höfða til nýfrjálshyggjumarkaða.
Á þessari tveggja daga málstofu verður rætt hvort enskar bókmenntir geti með sannfærandi hætti undirstrikað nytsemi hugvísinda með því að afhjúpa dýnamískar aðferðir til að bregðast við hnattrænum áskorunum. Ég held því fram að frásagnarlistin, með sannfærandi hætti sínum, hafi möguleika til að þróa einstakar lausnir á brýnum samfélagsvandamálum og bjóða upp á sýn á stöðugri, sjálfbærari og blómlegri samfélög. Loforðið um bjartari framtíð vekur náttúrulega tilfinningar ánægju eða hamingju, sem á móti undirstrikar nytsemi frásagnarlistar.
Skrímsli, morð og ógnir: Hryllingssögur (ENS304F)
Hryllingssögur urðu vinsælar á seinni hluta 18. aldar og voru uppfullar af spennu, morðum, ógnarverkum, furðuverum og undarlegum uppákomum. Þrátt fyrir sívaxandi gagnrýni á fyrri hluta 19. aldar dafnaði frásagnarhefðin og tók breytingum á Viktoríutímabilinu í Englandi jafnt sem Bandaríkjunum, þar sem ýmis einkenna hryllingssagna birtust í undirtegundum bókmennta á þessu tímabili. Þrátt fyrir að vera umdeild hefur hryllingssagan haldist vinsæl, ekki síst fyrir sakir ógnvekjandi söguþráða og hræðilegra – eða hræddra – sögupersóna. Það sem er kunnuglegt verður framandi og það sem er framandi verður enn annarlegra í þessum skrifum, sem kafa í málefni eins og firringu, tækni, tabú, sálfræði, (ástar)ævintýri, og trúarbrögð, svo eitthvað sé nefnt. Hefðin ígrundar jafnframt “annarleika” með því að fjalla um verur, hópa, eða sjálfsmyndir sem samfélagið vill þagga eða hafna, og knýja lesendur þar með til að horfast í augu við, og jafnvel takast á við, það sem þeim finnst ógnandi. Á þessu námskeiði munum við íhuga þessi málefni nánar í verkum breskra höfunda eins og Ann Radcliffe (The Italian), Jane Austen (Northanger Abbey) og Mary Shelley (Frankenstein), og bandarískra höfunda eins og Washington Irving (“The Legend of Sleepy Hollow”) og Edgar Allan Poe (“The Fall of the House of Usher”).
Aðlaganir (ENS217F)
Í þessu námskeiði verður rýnt í bókmenntaverk sem hafa verið aðlöguð yfir í sjónvarpsseríur og kvikmyndir og glímt við hin fjölmörgu hugtök og kenningar sem tengjast þessari tiltölulega nýju og sívaxandi fræðigrein. Námsefnið samanstendur af sérvöldum fræðigreinum, smásögum auk skyldutexta námskeiðsins, Adaptation and Appropriation, eftir Julie Sanders, New Critical Idiom 2015.
Með þessu verður leitast við að skilja hvernig aðlaganir myndast og geta nýst til að brjóta niður hefðir og menningarmúra.
Skoðaðar verða sérvaldir þættir úr nokkrum sjónvarpsseríum sem byggðar hafa verið á skáldsögum eða smásögum, s.s. Saga þernunnar, e. Margaret Atwood, Hroki og hleypidómar og eða Vonir og væntingar, e. Jane Austen og Big Little Lies, e. Liane Moriarty ofl.
Rannsóknir á tileinkun og kennslu erlendra mála (ENS235F)
Í námskeiðinu verða kynntar helstu rannsóknir á máltöku og kennslu annars máls og erlendra mála. Fjallað verður um eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir sem notaðar eru við könnun á máltöku og kennsluaðferðum. Nemendur fá innsýn í raunveruleg dæmi og takast sjálfir á við rannsóknir á þessu sviði.
Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)
Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.
Einstaklingsverkefni. Málnotkun og framsetning: Franska (FRA218F)
Markmiðið með námskeiðinu er að treysta og festa málfræði- og ritunarkunnáttu nemenda á frönsku. Unnið verður með flókna setningarskipan, greiningu á þungum textum og endurritun þeirra. Kennsla fer fram á frönsku.
Einstaklingsverkefni: Óhefðbundnir kennsluhættir (FRA902F)
Einstaklingsverkefni.
Skapandi heimildamyndir (HMM220F)
Fjallað verður um helstu tegundir heimildamynda, aðferðir, þróun þeirra og tilgang.
Nemendur læra að skrifa handrit að stuttri heimildamynd og að hugsa allt ferli heimildamyndagerðar, frá grunnhugmynd að fullbúinni mynd, ástunda fagleg vinnubrögð og læra að skipuleggja tökur.
Nemendur ættu einnig að ná tökum á grunnatriðum í kvikmyndatöku og klippingu. Í því samhengi verður unnið eitt verkefni á síma til að ná tökum á tækniatriðum í klippi. Allir nemendur þurfa að skila að minnsta kosti einni fullbúinni stuttri heimildamynd, handriti og æfingaverkefni í klippi. Nemendur ræða nálgun og efnistök verkefna sinna við samnemendur og kennara.
Í námskeiðinu verða sýndar heimildamyndir, bæði brot úr þeim og í fullri lengd, þar sem rætt verður um hugmyndirnar bak við myndirnar, listrænar ákvarðanir, tilgang og siðfræði heimildamynda. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð.
Tökur fara fram í mars og þurfa að vera búnar fyrir 30. mars, en þá hitta nemendur kennara í klippiherberginu í Odda.
Ekki er ætlast til að nemendur kaupi neinar bækur fyrir þetta námskeið en nauðsynlegt er að þeir hafi sjálfir flakkara til að geyma efnið sitt á og SD kort í myndavélar fyrir eigin upptökur. Einnig er mælt með að nemendur séu með góð heyrnatól.
Námskeiðið er kennt í lotum. Nemendur vinna að heimildamynd alla önnina og í lok annar verður frumsýning í Bíó Paradís.
Námskeiðið er ekki kennt í fjarnámi.
Gagnaöflun og tölfræðiúrvinnsla í hugvísindum og máltækni (ÍSL612M)
Á undanförnum árum hefur vægi gagnasöfnunar og tölfræðiúrvinnslu aukist í hugvísindum. Þetta kemur skýrt fram í undirgreinum á borð við sálfræðileg málvísindi (e. psycholinguistics), hugræna bókmenntafræði (e. cognitive literary studies) og tilraunaheimspeki (e. experimental philosophy). Þessi aukna áhersla á megindlega aðferðafræði í hugvísindum á sér stað á sama tíma og réttmæti rótgróinna tölfræðiaðferða er dregið í efa í öðrum greinum og hertar kröfur eru um að hægt sé að endurtaka rannsóknir og nálgast gögn í opnum aðgangi um leið og persónuverndar er gætt. Í þessu námskeiði munu nemendur rýna í vægi megindlegra aðferða í sínum greinum og fá þjálfun í öflun og úrvinnslu gagna. Fjölbreyttar rannsóknaraðferðir verða til umfjöllunar, allt frá greiningu textasafna yfir í skoðanakannanir og tilraunir þar sem skynjun áreita (svo sem orða, texta eða myndbrota) er mæld. Einnig verður farið yfir grunnhugtök og aðferðir í tölfræði svo nemendur þekki muninn á lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði, skilji tölfræðilega marktækni og kunni að lesa úr myndrænni framsetningu gagna í gröfum. Lögð er áhersla á að nemendur spreyti sig undir leiðsögn kennara og bæði safni gögnum og greini þau. Nemendur vinna verkefni innan eigin fræðigreinar en kanna einnig grundvöll fyrir þverfaglegu samstarfi. Öll verkefni verða unnin í opnum hugbúnaði á borð við R Studio en engin fyrri þekking á forritinu né tölfræði er nauðsynleg. Námskeiðið hentar öllum nemendum á Hugvísindasviði sem vilja safna megindlegum gögnum til að svara áhugaverðum spurningum og gæti þannig reynst vel sem undirbúningur fyrir BA- eða MA-verkefni.
Menning og andóf (MFR703M)
Í námskeiðinu er fjallað um samspil pólitískrar róttækni, menningar, hefðar og valds. Sérstaklega er hugað að birtingarmyndum andófs í samtímanum, orðræðu lýðræðis og menningarlegs mismunar og viðbrögðum við gagnrýni og andófi innan hefðar nútímastjórnmála. Fjallað er um þátt menntamanna og rithöfunda og vægi listrænnar tjáningar og hönnunar við umbreytingu félagslegs og menningarlegs umhvefis. Þá er fjölmiðlaorðræða skoðuð og greind og fjallað um hin ólíku og oft andstæðu markmið sem sjá má í starfsemi stofnana samfélagsins. Valdir eru nokkrir átakapunktar menningar- og samfélagsorðræðu sem draga fram grundvallartogstreitu frjálslyndra lýðræðissamfélaga, svo sem spurningar um visku eða fávisku almennings, viðbrögð við loftslagsbreytingum, óöfnuð og ofsafátækt. Loks er fjallað um spillingu og vald, félagslega og menningarlega tjáningu, möguleika og takmarkanir tjáningarfrelsis, notkun og misnotkun upplýsinga, leynd, fals og falsfréttir.
New Critical Approaches (MIS201F)
Vikulangt ákafanámskeið í miðaldafræðum haldið ár hvert um miðjan maí (venjulega einhvern tíma á bilinu 10.-30. maí). Kennari er jafnan erlendur gestakennari og viðfangsefnið breytilegt frá ári til árs.
Tungumál og menning II: Evrópsk menntahefð (MOM402M)
Evrópsk mennta- og umræðuhefð einkennist af sterkum tengslum háskóla og samfélags. Margir áhrifamestu hugsuða Evrópu á 19. og 20. öld störfuðu utan háskólanna og margir þeirra sem áttu hefðbundinn starfsferil innan háskólanna voru líka virkir samfélagsgagnrýnendur, skiptu sér af stjórnmálaumræðu dagsins og höfðu jafnvel talsverð áhrif. Í námskeiðinu lítum við á verk nokkurra valinna evrópskra hugsuða sem eiga það sameiginlegt að hafa verið áhrifamiklir jafnt í fræðunum sem á vettvangi samfélagsumræðunnar. Um leið hugleiðum við stöðu hins „evrópska“ – að hvaða leyti verk þessara hugsuða eru í eðli sínu evrópumiðuð og að hvaða marki við sjáum skilning á menningarlegri óvissu koma fram.
Spænsk málsaga og málsvæði (SPÆ202M)
Í þessu námskeiði verður fjallað um sögu spænskrar tungu, uppruna hennar og þróun til dagsins í dag.
Sérverkefni í spænsku (SPÆ208G)
Sérverkefni í samráði við greinarformann.
Bókmenntir og menning landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna (SPÆ402M)
Í þessu námskeiði verður farið í tildrög og sögu landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Horft verður á mörkin bæði úr suðri og norðri. Lesin verða valin bókmenntaverk og margvíslegir textar eftir mexíkóska og Mexíkó-ameríska (chicanóa) höfunda frá landamærasvæðunum. Einnig verða kvikmyndir um landamærin teknar fyrir. Fjallað verður um stöðu markanna nú á dögum og múrveggja sem hafa verið reistir. Einnig kemur við sögu mikilvægi mexíkóskra farandverkamanna í samskiptum þjóðanna tveggja.
Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Skáldsagan á 20. öld (SPÆ405M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.
Kennsla
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.
Bókmenntir Rómönsku Ameríku: Smásögur og ljóð (SPÆ412M)
Meginmarkmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í bókmenntasögu Rómönsku Ameríku á tuttugustu öld. Námskeiðinu er ætlað að veita almennt yfirlit yfir strauma og stefnur í bókmenntafræði á tuttugustu öld og um það hvernig bókmenntir álfunna skera sig úr og hvað þær eiga sameiginlegt með þróun þeirra annarsstaðar. Skáldverkunum sem lesin eru er ætlað að endurspegla menningarsögu landanna sem þau eru sprottin úr og veita innsýn í tiltekin tímabil og stefnur. Enn fremur er markmið námskeiðsins að þjálfa nemendur enn frekar í greiningu bókmenntatexta.
Kennsla fer fram í fyrirlestrum og umræðutímum. Í fyrirlestrum verður leitast við að gefa heildaryfirsýn yfir viðfangsefnið, setja fræðin og söguna í samhengi og greina bókmenntaverkin sem lesin eru, samhliða yfirferð fræðanna. Í umræðutímum verður rætt um tiltekin efnisatriði, skáldverkin og spurningar sem vakan við lesturinn.
Nýlendubókmenntir (SPÆ501M)
Bókmenntir landafundatímabilsins lesnar og skýrðar. Skoðað verður hvernig sjónarhorn "los conquistadores" mótaði þá mynd sem dregin var upp af nýja heiminum, hafði áhrif á atburði í álfunni og mótaði söguskoðun síðari tíma.
Málstofa og málstofuverkefni B: Bókmenntir Rómönsku Ameríku (SPÆ801F)
Málstofuverkefni í bókmenntum.
Einstaklingsverkefni (SPÆ804FSPÆ806F)
Einstaklingsverkefni í samráði við kennara.
Nýjar raddir í þýðingafræði (ÞÝÐ029F)
Ath.: Þetta námskeið er vanalega kennt á vormisseri en 2025 verður það í boði á vor- og haustmisseri. Svo verður það aftur á kennsluskrá á vormisseri 2027.
Á undanförnum áratugum hefur ný orðræða haslað sér völl innan þýðingafræði. Félagsfræðileg og menningarfræðileg viðhorf skipta meira máli en áður. Athyglin beinist þannig að hlutverki þýðinga í hinum hnattvædda heimi, einkum í fjölmála samfélögum og jafnvel á átaka- og hættusvæðum. Starfsemi félaga- og andspyrnuhreyfinga fer oftar en ekki fram á sviði þýðinga. Feminísk þýðingafræði er sterk og blómstrandi grein fagsins.
Rannsóknir beinast einnig að hlutverki þýðenda, starfsumhverfi þeirra og samstarfi við aðra aðila í þýðingarferlinu. Þannig eru t.d. hliðartextar rannsakaðir sem þýðendur semja eða gögn í einkaskjalasöfnum þeirra athuguð. Ekki má gleyma að ný þýðingartækni breytir starfi þýðenda en getur einnig haft mótandi áhrif á textagerð og þróun tungumála.
Í málstofunni kynnast nemendur nýjum rannsóknum í þýðingafræði.
Nemendur flytja erindi í tíma, þeir geta valið að skrifa fræðilega ritgerð, stunda þýðingarýni eða þýða texta að eigin vali. Málstofan er vettvangur akademískrar samvinnu nemenda og kennara þar sem virk þátttaka, gagnrýnin hugsun og opinská skoðanaskipti eru í fyrirrúmi.
Hafðu samband
Þjónustuborð Hugvísindasviðs
s.525 4400 hug@hi.is.
Opið virka daga frá kl 10:00–12:00 og 13:00–15:00.
3. hæð Aðalbyggingar.
Sæmundargötu 2, 102 Reykjavík.
Nemendur á Hugvísindasviði geta einnig nýtt sér þjónustuborð á Háskólatorgi.
Fylgstu með Hugvísindasviði
Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.