Skip to main content

Doktorsvörn í fornleifafræði: Elin Ahlin Sundman

Doktorsvörn í fornleifafræði: Elin Ahlin Sundman - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
20. júní 2022 9:30 til 11:30
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Mánudaginn 20. júní 2022 fer fram doktorsvörn við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Þá ver Elin Ahlin Sundman doktorsritgerð sína í fornleifafræði, Medieval Masculinities and Bodies. Studies of gender relations based on the analysis of human skeletal remains from the monastic burial grounds at Skriðuklaustur, Iceland and Västerås, Sweden. Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst klukkan 9:30. (Smellið hér til að fylgjast með vörninni í streymi).

Andmælendur við vörnina verða Torbjörn Ahlström, prófessor við Háskólann í Lundi og Sari Katajala-Peltomaa, fræðimaður við Háskólann í Tampere.

Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn Steinunnar Kristjánsdóttur, prófessors við Háskóla Íslands. Einnig voru í doktorsnefnd Anna Kjellström, dósent við Háskólann í Stokkhólmi, og Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor við Háskóla Íslands.

Torfi H. Tulinius, forseti Íslensku- og mennningardeildar, stjórnar athöfninni.

Um rannsóknina

Í doktorsverkefni sínu rannsakar Elin karlmennsku með greiningu á mannabeinum 470 einstaklinga. Sem form iðkunar getur karlmennska í sumum tilfellum skilið eftir sig spor á líkama og beinagrind. Í þessu tilliti voru til rannsóknar þættir eins og mataræði, ofbeldi, útlit og starfsemi.

Um doktorsefnið

Elin Ahlin Sundman lauk meistaraprófi í beinafornleifafræði frá Stokkhólmsháskóla. Hún hefur kennt mannabeinafornleifafræði við Háskóla Íslands og starfar sem safnkennari við Sögusafn Svíþjóðar (Historiska museet).

Elin Ahlin Sundman.

Doktorsvörn í fornleifafræði: Elin Ahlin Sundman