Skip to main content

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Hafdís Skúladóttir

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Hafdís Skúladóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
21. júní 2022 13:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 21. júní ver Hafdís Skúladóttir doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Meðferð vegna langvarandi verkja á endurhæfingardeildum á Íslandi: Könnun og lýsing á skammtíma- og langtímaáhrifum. Multidisciplinary Pain Rehabilitation Programs in Iceland: An Exploration and Description of the Short-term and Long-term Effects.

Andmælendur eru dr. Tone Rustøen, prófessor II við Háskólann í Ósló og vísindamaður við Háskólasjúkrahúsið í Ósló og  dr. Kristín Briem, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands, námsbraut í sjúkraþjálfun.

Umsjónarkennari og leiðbeinandi var dr. Herdís Sveinsdóttir, prófessor og meðleiðbeinandi var dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor. Aðrir í doktorsnefnd voru Þóra Jenný Gunnarsdóttir, dósent, Amalía Björnsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið, og Janean E. Holden, prófessor emerita, University of Michigan.

Helga Bragadóttir, prófessor og varadeildarforseti Hjúkrunarfræðideildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 13.00.

 Vörninni verður streymt:

Ágrip

Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að kanna og lýsa skammtíma- og langtímaáhrifum meðferðar vegna langvarandi verkja, á þremur endurhæfingastofnunum á alvarleika verkja og truflandi áhrifum verkja; að auki langtímaáhrifum á sjálfsmeðhöndlun verkja, gæði svefns, almenna líðan, heilsu og heilsutengd lífsgæði.

Helstu niðurstöður voru þær að áður en þátttakendurnir fóru í meðferðina leið þeim eins og þeir væru að reyna að lifa af hvern dag; þeir voru fastir í vítahring langvarandi verkja og á sama tíma að reyna að draga úr og fela verkina fyrir öðrum. Að leita sér aðstoðar fagfólks var jákvæður vendipunktur. Á meðan þeir voru í meðferðinni hófu þeir að brjóta upp eldri aðferðir sínar við að takast á við verkina og finna nýjar leiðir sem hentuðu þeim betur. Þremur mánuðum eftir að þeir höfðu lokið formlegri meðferð voru þeir enn að móta leiðir sem þeim fannst virka best í daglegu lífi. Verkirnir voru enn til staðar en trufluðu daglegar athafnir minna en áður. Dregið hafði úr alvarleika verkja að jafnaði að mati þátttakenda við lok meðferðar og ári eftir að meðferð lauk og einnig truflandi áhrifum verkja á daglegar athafnir, skap, getu til gangs, svefn og lífsánægju. Ári eftir að meðferð lauk mátu þátttakendur heilsu sína góða eða mjög góða (21%) sem var betra en áður en þeir fóru í meðferðina (7%). Þrjár algengustu aðferðir sem þátttakendur notuðu til að meðhöndla verki fyrir meðferð voru jákvæð hugsun (68%), lyf (58%) og dreifa huganum (58%). Eina marktæka breytingin á svefngæðum var að fleiri þátttakendur (18%) gátu sofið samfellt alla nóttina, en þeir voru einungis 6% fyrir meðferð. Heilsutengd lífsgæði (HRQOL) höfðu aukist ári eftir að meðferð lauk. 

English abstract

English title: Multidisciplinary pain rehabilitation programs in Iceland: An exploration and description of the short-term and long-tern effects

The overall aim of the thesis was to explore and describe the short- and long-term effects of three multidisciplinary pain rehabilitation programs on pain severity and pain interference and the long-term effects on pain self-management, sleep quality, well-being, health, and health-related quality of life (HRQOL).

The main results were that prior to attending rehabilitation, the participants were in survival mode, stuck in a vicious circle of chronic pain. They used a variety of strategies to relieve and conceal their pain. Reaching out for professional help was a positive turning point. Whilst attending the pain rehabilitation program, participants learned to deconstruct their habitual but inefficient ways of dealing with chronic pain. Three months after completing the program, they were still rebuilding their daily lives. Pain was still present but interfered much less with daily activities than previously.

 Average self-reported pain severity decreased at program completion and at one-year follow-up, and the interference of pain with general activities, mood, walking ability, sleep and enjoyment of life also declined. At one-year follow-up, more than a fifth (21%) of participants rated their health as good or very good, which was markedly better than before treatment (7%). The three most commonly used pain self-management strategies pre-treatment were positive thinking (68%), medication (58%) and distraction (58%).

At one year follow-up, three times as many participants (18%) slept through the night as had done so pre-treatment (6%). HRQOL increased at one-year follow-up.  

Um doktorsefnið

Hafdís Skúladóttir er fædd árið 1962 á Akranesi. Hún lauk stúdentsprófi af heilsugæslubraut við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi árið 1981, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1986 og meistaragráðu í hjúkrunarfræði frá Royal College Nursing Institute, University of Manchester, árið 2001. Hafdís starfaði við Sjúkrahúsið á Akureyri frá 1986-2002 og hefur starfað við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri frá 1991. Foreldrar hennar eru Sjöfn B. Geirdal og Skúli Þórðarson. Hafdís er gift Magnúsi Árnasyni og eiga þau synina Skúla Braga og Árna Þórð.

 

Hafdís Skúladóttir ver doktorsritgerð sína í hjúkrunarfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands þriðjudaginn 21. júní.

Doktorsvörn í hjúkrunarfræði - Hafdís Skúladóttir