Skip to main content

Doktorsvörn í íslenskum bókmenntum: Johnny F. Lindholm

Doktorsvörn í íslenskum bókmenntum: Johnny F. Lindholm - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
29. apríl 2022 13:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasal

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 29. apríl 2022 fer fram doktorsvörn við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Þá ver Johnny F. Lindholm doktorsritgerð sína í íslenskum bókmenntum, Sandheds Veje. Lutherske Strejflys over Ólafur Jónsson á Söndums Digtning. Vörnin fer fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu Háskóla Íslands og hefst kl. 13:00. (Smelltu hér til að fylgjast með vörninni í streymi). Doktorsvörnin fer fram á dönsku.

Andmælendur við vörnina verða dr. Henrik Blicher, dósent við Kaupmannahafnarháskóla, og dr. Sigríður Guðmarsdóttir, dósent við Háskóla Íslands.

Doktorsritgerðin var unnin undir leiðsögn dr. Margrétar Eggertsdóttur, rannsóknarprófessors á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Einnig voru í doktorsnefnd dr. Anna Vind, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, dr. Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands, og dr. Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor við sama skóla.

Gauti Kristmannsson, varaforseti Íslensku- og menningardeildar, stjórnar athöfninni.

Um rannsóknina

Helsta markmið rannsóknar Johnnys er að varpa ljósi á lítt kannað svið íslenskrar bókmennta- og menningarsögu: myndmál í elsta sálmakveðskap á íslensku, nánar tiltekið notkun myndmáls í kveðskap vestfirska skáldsins sr. Ólafs Jónssonar á Söndum (um 1560–1627). Rannsóknin tekur formlega mið af hugmyndum Marteins Lúthers um tungumálið og myndrænt tungutak. Á þeim  sögulega grunni er tilgangurinn fyrst og fremst að varpa ljósi á hvernig skáldið tjáir guðfræði sína með myndrænu orðalagi og að kanna hvernig myndmálið á þátt í að auka áhrifamátt skáldskaparins.

Um doktorsefnið

Johnny F. Lindholm er með B.A. próf í dönsku og þýsku frá Kaupmannahafnarháskóla og cand.mag. próf í norrænum fræðum frá sama skóla. Hann starfar nú sem ritstjóri við Ordbog over det norrøne prosasprog við Institut for Nordiske Studier og Sprogvidenskab við Kaupmannahafnarháskóla.

Johnny F. Lindholm.

Doktorsvörn í íslenskum bókmenntum: Johnny F. Lindholm