Skip to main content

Geðhjúkrun

Geðhjúkrun

Heilbrigðisvísindasvið

Geðhjúkrun

MS – 120 einingar

Meginmarkmið MS-náms í geðhjúkrun er að mennta hjúkrunarfræðinga til leiðandi starfa innan heilbrigðis-, velferðar- og menntakerfanna, sem geta mætt þörfum skjólstæðinga geðheilbrigðisþjónustu og fjölskyldna þeirra. Í náminu er lögð áhersla á að auka klíníska þekkingu og færni nemenda, fagmennsku og rannsóknarfærni.

Skipulag náms

X

Geðhjúkrun I: Samtalsmeðferð fyrir einstaklinga og hópa (HJÚ168F)

Markmiðið með námskeiðinu er að nemendur öðlist þekkingu og færni í samtalsmeðferð notenda geðheilbrigðisþjónustunnar. Í námskeiðinu læra nemendur um meðferðarsambandið, „common factors“ módelið og hvernig skuli beita slíkri þekkingu til að bæta árangur samtalsmeðferðar almennt. Áhersla er á að hvaða leyti sameiginlegir þættir meðferðarsambandsins snerta alla vinnu sérfræðinga í geðhjúkrun og hvernig sú þekking verður sem best hagnýtt gegnum þjálfun í styðjandi samtalsmeðferð. Fjallað verður um beitingu hugrænnar atferlismeðferðar (HAM). Í námskeiðinu munu nemendur einnig kynnast hvernig batamódelið og notendamiðuð þjónusta tengist grunnkenningum í fötlunarfræði og fá kennslu frá notendum á því hvernig þessar hugmyndir eru nýttar til að auka gæði og öryggi geðheilbrigðisþjónustunnar í heild sinni. Þá fá nemendur innsýn í greiningaskilmerki ólíkra vímuefnavandamála. Markmiðið er meðal annars að nemendur öðlist þekkingu og færni í mikilvægustu þáttum gagnreyndra meðferða, fræðslu og stuðnings þessa notendahóps með áherslu á skaðaminnkun.  Einnig verður bætt við þekkingu nemenda á alvarlegum og langvinnum geðrænum áskorunum. Í námskeiðinu munu nemendur einnig fá þjálfun í beitingu áhugahvetjandi samtals.  Að lokum fá nemendur þjálfun í klínískri leiðsögn, bæði sem veitendur og þiggjendur.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafa samband

Skrifstofa Hjúkrunarfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9-12 og 13-14

Eirberg

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.