Skip to main content

Heilsuefling og heimilisfræði, MT

Heilsuefling og heimilisfræði, MT

Menntavísindasvið

Heilsuefling og heimilisfræði

MT – 120 einingar

Hefur þú hefur áhuga á mat, heilsu og vellíðan? Þá gæti meistaranám í heilsueflingu og heimilisfræði verið fyrir þig. Boðið er upp á grunnskólakennaranám þar sem nemendur sérhæfa sig í faggreininni heimilisfræði samhliða því að byggja upp traustan grunn í heilsueflingu í skólastarfi. Námið veitir leyfisbréf til að starfa í grunnskóla.

Nemendur í MT námi skrifa ekki 30 eininga lokaverkefni. 

Skipulag náms

X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Sjálfbærnimenntun og forysta (SFG003F)

Megintilgangur þessa námskeiðs er að veita þátttakendum tækifæri til að skilja sjálfbærni og sjálfbærnimenntun út frá sjónarhorni stofnana eða heilla kerfa. Kennslutímar og umræður á milli þeirra byggjast á upplýstri rökræðu. Unnin verða fá stærri verkefni og krafist virkrar þátttöku í umræðum, skipulagningu kennslustunda og því að leiða umræður. Námskeiðið er kennt á neti. Krafist er að lágmarki 80% mætingar í kennslustundir. Til að standast námskeiðið þarf að fá að lágmarki einkunnina 5,0 fyrir hvert verkefni námskeiðsins og uppfylla lágmarkskröfur um mætingu og þátttöku í tímum. Nánari útfærsla og upplýsingar um kennslufyrirkomulag verður á Canvas.

Dæmi um viðfangefni:

  • Formleg og óformleg sjálfbærnimenntun (t.d. á vinnustöðum)
  • Forysta í vinnu með sjálfbærni (t.d. í heildstæðum breytingum og þróun í skóla eða í frístundastarfi)
  • Tengsl náttúrufræði og sjálfbærni (t.d. út frá kerfisbundinni nálgun eða út frá grunndvallarsýn)
  • Þróun dreifbýlis og sjálfbærni
  • Mótun sameiginlegra gilda (t.d. í samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja)
  • Námskrárbreytingar
Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Heilsuefling, íþróttir og tómstundir – fræði og vettvangur (HÍT101F)

Námskeiðið er ætlað nemendum sem eru að hefja framhaldsnám í Deild heilsueflingar, íþrótta- og tómstunda. Í því verður ljósi varpað á mikilvæg hugtök og kenningar sem notuð eru í þeim fræðigreinum sem kenndar eru í deildinni. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að rýna í hvernig ólíkir þættir, svo sem heilsuhegðun og félagslegt umhverfi, og sampil þeirra hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. Fjallað verður um viðfangsefni sem eru efst á baugi í samfélaginu og varða hreyfingu, næringu, heilsueflingu, lífsleikni, nám og þroska og tengsl þeirra við andlega, líkamlega og félagslega velferð einstaklinga. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér gagnrýna og skapandi nálgun á viðfangsefni sem tengjast náið þeim vettvangi sem þeir munu starfa á að námi loknu. Nemendur æfa í því skyni teymisvinnu og efla samskipti út frá hugmyndafræði þverfræðilegrar samvinnu. Nemendur fá tækifæri til að dýpka þekkingu sína í tilteknu viðfangsefni sem valið er í samráði við kennara og munu í lok námskeiðs setja fram áætlun um nám sitt.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Svava Sigríður Svavarsdóttir
Þuríður Helga Guðbrandsdóttir
Anna Rut Ingvadóttir
Svava Sigríður Svavarsdóttir
B.Ed. í Heilsuefling og heimilisfræði

Heilsuefling og heimilisfræði fer vel saman þar sem góð næring er stór partur af heilsueflingu. Verkleg vinna í eldhúsi er góður vettvangur til að tengja saman fræði og framkvæmd ásamt því að kenna nemendum undirstöðu næringar með því að læra að útbúa einfalda, holla og góða rétti. Auðvelt er að vekja áhuga nemenda með ýmsum verkefnum og mikilvægt er að hlúa að þessum þáttum frá upphafi skólagöngu þeirra. Í mínu starfi hef ég verið dugleg að tengja saman ólíka þætti heilsu enda eru tækifærin ótal mörg.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs[hja]hi.is

Samfélagsmiðlar

Fylgdu okkur á FacebookInstagram og YouTube!

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.