Skip to main content

Heilsuefling og heimilisfræði, M.Ed.

Heilsuefling og heimilisfræði, M.Ed.

Menntavísindasvið

Heilsuefling og heimilisfræði

M.Ed. – 120 einingar

Hefur þú hefur áhuga á mat, heilsu og vellíðan? Þá gæti meistaranám í heilsueflingu og heimilisfræði verið fyrir þig. Boðið er upp á grunnskólakennaranám þar sem nemendur sérhæfa sig í faggreininni heimilisfræði samhliða því að byggja upp traustan grunn í heilsueflingu í skólastarfi. Námið veitir leyfisbréf til að starfa í grunnskóla. 

Skipulag náms

X

Heilsuefling, íþróttir og tómstundir – fræði og vettvangur (HÍT101F)

Námskeiðið er ætlað nemendum sem eru að hefja framhaldsnám í Deild heilsueflingar, íþrótta- og tómstunda. Í því verður ljósi varpað á mikilvæg hugtök og kenningar sem notuð eru í þeim fræðigreinum sem kenndar eru í deildinni. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að rýna í hvernig ólíkir þættir, svo sem heilsuhegðun og félagslegt umhverfi, og sampil þeirra hafa áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. Fjallað verður um viðfangsefni sem eru efst á baugi í samfélaginu og varða hreyfingu, næringu, heilsueflingu, lífsleikni, nám og þroska og tengsl þeirra við andlega, líkamlega og félagslega velferð einstaklinga. Lögð er áhersla á að nemendur tileinki sér gagnrýna og skapandi nálgun á viðfangsefni sem tengjast náið þeim vettvangi sem þeir munu starfa á að námi loknu. Nemendur æfa í því skyni teymisvinnu og efla samskipti út frá hugmyndafræði þverfræðilegrar samvinnu. Nemendur fá tækifæri til að dýpka þekkingu sína í tilteknu viðfangsefni sem valið er í samráði við kennara og munu í lok námskeiðs setja fram áætlun um nám sitt.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Þuríður Helga Guðbrandsdóttir
Svava Sigríður Svavarsdóttir
Anna Rut Ingvadóttir
Þuríður Helga Guðbrandsdóttir
Heilsuefling og heimilisfræði, M.Ed.

Ég er matartæknir í grunninn og finnst eldhúsið skemmtilegur staður. Mér fannst nám í Heilsueflingu og heimilisfræði gott framhald í námi mínu. Fá tækifæri til að hafa áhrif á fæðuval og heilsueflingu ungmenna í gegnum skólastarfið. Kenna þeim um hreinlæti, næringu og að útbúa hollan og næringarríkan mat ásamt því að taka upplýsta ákvörðun um fæðuval sitt. Kennarar sem útskrifast af þessari braut geta orðið leiðtogar í Heilsueflandi samfélagi hvort sem um er að ræða í leik-, grunn- eða framhaldsskóla. Námið er fjölbreytt verk- og bóklegt, aðstaðan er góð og gefur góða mynd af hefðbundinni heimilisfræðistofu. Ef þú vilt hafa áhrif sem fylgir nemendum inn í framtíðina mæli ég tvímælalaust með námi í Heilsueflingu og heimilisfræði því þar gerast hlutirnir.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
Stakkahlíð, 1. hæð í Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs[hja]hi.is

Samfélagsmiðlar

Fylgdu okkur á FacebookInstagram og YouTube!

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.