Skip to main content

Kennsla upplýsingatækni og miðlunar, M.Ed.

Kennsla upplýsingatækni og miðlunar, M.Ed.

Menntavísindasvið

Kennsla upplýsingatækni nýsköpunar og miðlunar

M.Ed. – 120 einingar

Námið býr nemendur undir kennslu í upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun í grunnskóla en líka leiðtogahlutverk um , hugmyndavinnu, lausnaleit og tækni í skólastarfi. Námið er opið þeim sem hafa lokið B.Ed.- prófi í grunnskólakennslu með áherslu á upplýsingatækni, nýsköpun og miðlun eða BA/BS-prófi í skyldum greinum. Fyrir nemendur af öðrum greinasviðum er forkröfuleið í boði. Grunnskólakennarar með leyfisbréf geta sótt námið óháð sérhæfingu í fyrra námi.

Skipulag náms

X

Upplýsingatækni í menntun og skólaþróun (SNU007F)

Í námskeiðinu er fjallað um:

  • áhrif upplýsingatækni á menntun og skólastarf
  • námskrá og stefnumótun á sviði upplýsingatækni í skólastarfi
  • hugtök, kenningar og rannsóknir sem tengjast notkun upplýsingatækni í námi og kennslu
  • innleiðingu tölva og upplýsingatækni í skólastarf
  • kennsluhætti, símenntun kennara, hugbúnað og stafrænt námsefni
  • stafræna hæfni nemenda og kennara og læsi á upplýsingar, miðla, tölvur og tækni
  • hlutdeild upplýsingatækni í lífi fólks innan og utan skóla

Vinnulag:
Lestur og umræða um námskrá og stefnu, fræði, nýjar rannsóknir og athuganir á vettvangi. Þátttakendur vinna einir eða í smærri hópum að efnissöfnun og kynningum á efni sem tengist áhugasviði þeirra. Þeir miðla hugmyndum sínum og reynslu af notkun upplýsingatækni í námi og kennslu og leggja sitt af mörkum við að byggja upp öflugt náms- og fagsamfélag.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Námsmat og námskrá grunnskóla (KME006F)

Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist þekkingu, leikni og hæfni sem snýr að námskrárfræðum og námsmati og verði færir um að beita þekkingu sinni á því í skólastarfi. Fjallað er nokkur lykilhugtök námskrárfræða og matsfræða eins og þau hafa birst í íslensku skólakerfi. Þannig er fjallað um áherslur og hugmyndastefnur sem greina má í opinberum námskrám, lögum, reglugerðum og öðrum stefnuritum. Þætti sérfræðinga (kennara, stjórnenda og fleiri) í námskrárgerð, þróun skólanámskrár og þróun námsmats eru gerð skil . Fjallað er um forsendur, tilgang og aðferðir við mat á námi og námsárangri (sbr. leiðsagnarmat, lokamat, gerð prófa og annarra matstækja og beitingu einkunna og vitnisburða). Þátttakendur lesa og ræða einnig um álitamál og ólíka hugmyndafræðilega strauma sem tengjast grundvallarspurningum um tilgang og markmið skyldunáms. 

Vinnulag á námskeiðinu felst í lestri greina og bókakafla, fyrirlestrum og kynningum ásamt gagnrýninni umræðu í málstofum og hópverkefnum.

Lesefni er kynnt í námsáætlun hverju sinni.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Hönnun námsefnis, stafræn miðlun og eflandi kennslufræði (SNU206F)

Á námskeiðinu verður unnið að hugmyndum, miðlun og efnisgerð á opinn og skapandi hátt í anda eflandi kennslufræði. Nemendur og kennarar ræða leiðir til að búa til og þróa margbreytilegt efni til nota í námi og kennslu. Farið verður yfir undirstöðuatriði námsefnisgerðar, þarfagreiningu og hönnunarferli með áherslu á efnisöflun, efnisskipan, notendaskil, gagnvirkni, yfirbragð og nýja miðla, meðal annars í ljósi fræðikenninga um nám og kennslu. Sérstakri athygli verður beint að efnisbyggingu, samspili miðla, yfirbragði efnis, gagnvirkni og notendaskilum. Tæpt verður á helstu þáttum miðlunar og bent á úrval verkfæra til hljóðvinnslu, myndvinnslu og miðlunar. Bent verður á möguleika fólgna í samvinnu og lausnaleit (prójekt-vinnu) við efnisgerð og farið yfir kosti fólgna í opnu menntaefni og endurblöndun efnis. Sérstakri athygli verður líka beint að efnisgerð nemenda í skóla í anda eflandi kennslufræði með áherslu á samvinnu og lausnaleit við efnistök og miðlun. Nemendur eiga val um viðfangsefni í efnisgerð, efnistök og vinnulag. Nemendur leggja drög að eða móta námsefni eða sagnaefni til nota í uppeldis- eða skólastarfi, oft með stærri verk í huga. Með efnisgerð og áætlunum á námskeiðinu má leggja grunn að lokaverkefnum í meistaranámi. Einnig má þegar svo ber undir leggja drög að þróunarstarfi, samstarfi og styrkumsóknum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.