Skip to main content

Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum - Steinunn A. Ólafsdóttir

Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum - Steinunn A. Ólafsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
18. júní 2021 12:00 til 15:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 18. júní ver Steinunn A. Ólafsdóttir doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Færni og aðstæður einstaklinga eftir heilaslag og ActivABLES fyrir heimaæfingar og daglega hreyfingu. Icelandic stroke survivors: Functioning and contextual factors and ActivABLES for home-based exercise and physical activity.

Andmælendur eru dr. Charlotte Ytterberg, dósent við Karolinska Háskólann í Stokkhólmi og dr. Páll Eyjólfur Ingvarsson, sérfræðingur á LSH og klínískur dósent við Háskóla Íslands.

Leiðbeinendur voru dr. Sólveig Ása Árnadóttir, dósent (einnig umsjónarkennari) við Læknadeild, námsbraut í sjúkraþjálfun, og dr. Þóra B. Hafsteinsdóttir, prófessor við Háskólann í Utrecht, Hollandi. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Helga Jónsdóttir prófessor, dr. Ingibjörg Hjaltadóttir prófessor og dr. Rose Galvin. dósent við University of Limerick.

Kristín Briem, prófessor við námsbraut í sjúkraþjálfun, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 12.00.

Vörninni verður streymt: 

https://livestream.com/hi/doktorsvornsteinunnarnarsolafsdottir

Ágrip

Einstaklingar sem búa í heimahúsum eftir heilaslag búa við mismunandi færni og fötlun. Markmið doktorsverkefnisins voru: (1) að nýta ICF flokkunarkerfið til að lýsa færni og aðstæðum einstaklinga sem búa í heimahúsum 1-2 árum eftir að hafa fengið heilaslag, með áherslu á mögulegan mun á milli einstaklinga í þremur aldurshópum og (2) að lýsa þróun og meta fýsileika á tæknibúnaðinum ActivABLES sem miðar að því að auka þátttöku einstaklinga sem hafa fengið heilaslag í markvissum heimaæfingum og daglegri hreyfingu.

Niðurstöður sýndu margbreytilegt og flókið samspil færni og aðstæðna hjá þátttakendum og gáfu til kynna mikilvægi þess að rannsaka sérstaklega færni og aðstæður eldri einstaklinga, til að sýna fram á þá staðreynd að endurhæfing einstaklinga eftir heilaslag þarf að vera fjölbreytt og einstaklingsmiðuð. Þróunarferli ActivABLES skilaði sex frumgerðum sem voru prófaðar í fýsileikarannsókn sem fólst í fjögurra vikna notkun. Megindlegar og eigindlegar niðurstöður voru mjög samhljóma og studdu vel við fýsileika ActivABLES. Fýsileiki ActivABLES rennir stoðum undir mikilvægi tæknibúnaðar í endurhæfingu þessa hóps og kallar á frekari rannsóknir í stærri hópum til að fullvinna tæknibúnaðinn og koma honum á markað.

English abstract

Community-dwelling stroke survivors have different functioning and disability. The aims of this thesis were: (1) to describe functioning and contextual factors of community-dwelling stroke survivors 1-2 years after their first stroke, based on the International Classification of Functioning, Disability and Health (ICF) with focus on potential differences between age-groups, (2) to describe the development and investigate the feasibility of ActivABLES, which aims to increase home-based therapeutic exercise and daily physical activity among stroke survivors.

The results revealed a complex and informative pattern of functioning and contextual factors in the lives of community-dwelling stroke survivors, where some differences and similarities in functioning and contextual factors were found between the age-groups. These findings highlight the importance of focusing on the heterogeneity among older stroke survivors and the fact that they need person-centred rehabilitation but not “one fit for all”. The development of ActivABLES resulted in six prototypes which were tested in the feasibility study which included four-week use. The quantitative and qualitative findings converged well with each other and supported the feasibility of ActivABLES. Future research should focus on further studies in larger samples to prepare full development and marketing of ActivABLES.

Um doktorsefnið

Steinunn Arnars Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík þann 28. ágúst 1968. Hún lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 1988,  BS-námi í sjúkraþjálfun frá Háskóla Íslands árið 1994, norrænu meistaraprófi í öldrunarfræðum árið 2011 og viðbótardiplóma í upplýsingafræði og þekkingarmiðlun árið 2016. Steinunn hefur starfað sem sjúkraþjálfari á sjúkrahúsum, í endurhæfingu, á hjúkrunarheimilum og við heimaþjálfun. Einnig hefur hún starfað við heilsueflandi heimsóknir, hópþjálfun og fagtengd félagsstörf. Steinunn starfar nú sem lektor við námsbraut í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands. Foreldrar Steinunnar eru Elín Stella Gunnarsdóttir og Ólafur Arnars (látinn). Maki Steinunnar er Eyjólfur Guðmundsson og eiga þau þrjá syni; Árna Braga, Gunnar og Ólaf Snæ.

Steinunn A. Ólafsdóttir ver doktorsritgerð sína í heilbrigðisvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 18. júní.

Doktorsvörn í heilbrigðisvísindum - Steinunn A. Ólafsdóttir