Skip to main content

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Arsalan Amirfallah

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Arsalan Amirfallah - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. júní 2021 10:00 til 14:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Þriðjudaginn 15. júní ver Arsalan Amirfallah doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Skilgreining nýrra brjóstakrabbameinsgena sem styðja við framvindu æxlismyndunar. Identification of novel progression-related candidate genes in breast cancer.

Andmælendur eru dr. Laufey Þóra Ámundadóttir, senior investigator við National Cancer Institute (NCI) í Bandaríkjunum, og dr. Þórarinn Guðjónsson, prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands.

Leiðbeinandi var dr. Inga Reynisdóttir, klínískur prófessor, og umsjónarkennari var dr. Helga M. Ögmundsdóttir, prófessor emeritus. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd dr. Rósa Björk Barkardóttir, klínískur prófessor, dr. Jill Bargonetti, prófessor, og dr. Óskar Þór Jóhannsson, krabbameinslæknir.

Ingibjörg Harðardóttir, prófessor og varadeildarforseti Læknadeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 10:00.

Vörninni verður streymt: 

https://livestream.com/hi/doktorsvornarsalanamirfallah

Ágrip

Brjóstakrabbamein (BK) er algengasta krabbamein kvenna. Þrátt fyrir framfarir í meðferðarúrræðum er algengt að meinið komi aftur. Eitt einkenni brjóstaæxla er breytingar í erfðaefninu sem leiðir til margbreytileika þeirra.  Vegna þeirra hefur reynst áskorun að skilgreina ný BK gen til að spá fyrir um horfur sjúklinganna. Breytingar á uppröðun litninganna geta leitt til myndunar samrunagena með illkynja eiginleika; eftirlit með tjáningu genanna glatast og sömuleiðis microRNA sameinda (MIR) sem eru staðsettar innan þeirra. Markmið verkefnisins var að skilgreina ný BK gen. Tilgátan var sú að gen sem taka þátt í myndun samrunagena í brjóstaæxlum eru líklegri til að tengjast þróun og framvindu BK. Hönnuð var aðferð til að skilgreina ný BK gen sem fólst í því að bera saman samrunagen úr brjóstaæxlum og BK frumulínum sem ég fann í vísindagreinum og opnum gagnagrunnum. Byggt á fyrirfram gefnum viðmiðum þá var Vacuole Membrane Protein 1 (VMP1) skilgreint sem hugsanlegt BK gen. Há tjáning VMP1 sýndi fylgni við skemmri lifun í brjóstakrabbameinssjúklingum, sérstaklega hjá HER2 jákvæðum BK sjúklingum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að VMP1 tjáningu megi mögulega nota til marks um batahorfur. Hlutverk VMP1 var kannað í HER2 jákvæðum BK frumulínum. Þótt ekki hafi sést áhrif á frumufjölgun eiga frekari rannsóknir eftir að leiða í ljós hvort VMP1 hafi áhrif á frumuskrið og einnig á lyfjaviðnám vegna hlutverks þess í sjálfsáti. MIR21 genið er staðsett í 3´ enda VMP1 gensins. Rannsóknirnar snerust um hsa-miR-21-3p því að það er lítið rannsakað í BK miðað við „systursameind“ þess hsa-miR-21-5p sem styður við framvindu æxlismyndunar í ýmsum gerðum krabbameina, m.a. í brjóstum. Niðurstöður mínar sýndu að há tjáning hsa-miR-21-3p tengdist æxliseiginleikum sem tengjast verri horfum og skemmri brjóstasértækri lifun. Niðurstöðurnar úr rannsóknarverkefninu, þ.e. tvö gen skilgreind sem möguleg BK gen, staðfesta að aðferðafræðin sem var notuð í verkefninu virkar. Þær sýna einnig að skimun samrunagena er góð leið til að skilgreina möguleg krabbameinsgen. Til viðbótar munu rannsóknir í frumulínulíkönum leiða í ljós líffræðilegt hlutverk VMP1 og hsa-miR-21-3p hjá heilbrigðum og sjúkum.      

English abstract

Breast cancer (BC) is the most common cancer in women. Despite progress in targeted therapy disease relapse is common. Breast tumors are characterized by genetic rearrangements that result in heterogenicity of the tumors. Therefore, it has been challenging to identify new BC genes that can be used as prognostic and predictive markers. Chromosomal rearrangements can generate fusion genes with oncogenic properties; they can dysregulate expression of host genes and intragenic microRNAs (MIRs). The aim of the project was to identify novel BC genes. I speculated that genes frequently involved in gene fusions in breast tumors are likely associated with BC development and progression. I developed a novel approach to identify new BC genes. I screened publicly available data for fusion genes in breast tumors and BC cell lines and based on selection criteria identified Vacuole Membrane Protein 1 (VMP1) as a potential BC gene. High expression of VMP1 was shown to associate with shorter BC survival, particularly in HER2 positive patients. These results suggest that VMP1 expression may be used as a prognostic marker. The role of VMP1 was explored further in HER2 positive BC cell lines and although it did not affect proliferation further studies will reveal whether it affects cellular migration and invasion as well as drug resistance due to its role in autophagy.  MIR21 is embedded within the 3´ end of VMP1. My work focused on hsa-miR-21-3p, from the lagging strand of MIR21, because its role in BC has been little explored as compared to hsa-miR-21-5p, which has tumorigenic properties in several cancer types, including BC. I found that overexpression of hsa-miR-21-3p associated with tumor characteristics that indicate worse prognosis and shorter breast cancer specific survival.  The results from my research project in which two genes were identified as potential markers of prognosis in BC confirm the validity of my approach. Data from these two studies showed that screening for fusion genes is a viable method for identifying novel cancer-associated genes. Further, functional cell-based experiments are expected to shed light on the biology of VMP1 and hsa-miR-21-3p, in health and disease.    

Um doktorsefnið

Arsalan Amirfallah fæddist í Urmia í Íran 17. janúar 1981. Hann er með doktorspróf í dýralækningum frá útibúi Azad-háskólans í Urmia og meistarapróf í krabbameinsfræðum frá læknadeild Dokuz Eylül háskólans í Izmir í Tyrklandi. Hann flutti til Íslands 2015 til að fara í doktorsnám við læknadeild Háskóla Íslands og stunda rannsóknir fyrir doktorsverkefni sitt á rannsóknastofu Ingu Reynisdóttur við meinafræðideild Landspítala. Arsalan vann við rannsóknir á ýmsum rannsóknastofum í Íran, Tyrklandi, Ítalíu og Þýskalandi áður en hann fluttist til Íslands og hefur rúmlega 10 ára reynslu af vinnu við rannsóknir. Hann hefur birt sjö greinar í ritrýndum tímaritum og tvo bókarkafla. Arsalan hefur nýlega hafið störf sem nýdoktor á rannsóknastofu Hans Tómasar Björnssonar prófessors.  Fjölskylda hans á Íslandi eru eiginkona hans Mandana og tveggja ára sonur þeirra Arsam, sem fæddist í Reykjavík 2019.

Arsalan Amirfallah ver doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum við Læknadeild Háskóla Íslands þriðjudaginn 15. júní.

Doktorsvörn í líf- og læknavísindum - Arsalan Amirfallah