Skip to main content

Aurora

Aurora-samstarfið

Háskóli Íslands er hluti af Aurora, samstarfsneti öflugra evrópskra háskóla sem þróa og efla nám, rannsóknir og nýsköpun sín á milli í takt við brýnar samfélagslegar áskoranir.

Aurora var stofnað árið 2016 og hefur frá árinu 2020 verið styrkt af Erasmus+ áætlun Evrópusambandsins sem eitt af 65 evrópskum háskólanetum. HÍ leiðir styrktímabilið 2023-27.

Aurora - tenging framúrskarandi vísindastarfs við brýn samfélagsmál

Raddir nemenda hafa áhrif á alla stefnumótun, verkefni og nýsköpun Aurora háskólanna. Vertu með!

Aurora skapar ný tækfæri fyrir alþjóðlegt samstarf í rannsóknum og kennslu og styður kennara í að flétta samfélagslegar áskoranir í nám.

Kynntu þér hér tækifæri á næstunni á vegum Aurora fyrir nemendur og starfsfólk til að efla sig í námi og starfi. Það eru líka tækifæri til að leggja sitt af mörkum í þróun Aurora samstarfsins.

Aurora samstarfið leggur áherslu á nýsköpun og menntun sem gerir nemendum betur kleift að takast á við áskoranir samtímans.

Um hvað snýst Aurora sem evrópskt háskólanet?

Sjáðu um hvað námið snýst

Hafðu samband

Ertu með hugmyndir, spurningar eða ábendingar um Aurora? Við viljum heyra frá þér!

Hafðu samband: aurora@hi.is

Miðlæg vefsíða Aurora samstarfsins.

Viltu fá Aurora fréttabréfið beint í pósthólfið? Skráðu þig á Aurora póstlistann.