Soffía Auður hefur rannsakað verk Þórbergs Þórðarsonar um árabil. 2015 kom út bók hennar, Ég skapa – þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar og 2016 varði hún doktorsritgerðina Ég skapa – þess vegna er ég. Sjálfsmyndir, sköpun og fagurfræði í skrifum Þórbergs Þórðarsonar. Síðan þá hefur Soffía Auður birt fjórar fræðigreinar um verk Þórbergs í tímaritunum Skírni, Andvara og Ritinu og í ráðstefnuritinu Frændafundur 9.
Soffía Auður hefur hug á að halda áfram rannsókn sinni á skrifum Þórbergs á næstu árum, því enn er margt ókannað í hans fjölbreytta höfundarverki.