Skip to main content

Verndaráætlun

Verkefnin eru unnin fyrir svæðisráð í suður- og vesturhluta Vatnajökulsþjóðgarðs. Þau felast í söfnun og greiningu upplýsinga um náttúrufar, landnotkun og menningarverðmæti innan þessara svæða og kortlagningu þeirra í sameiginlegan gagnagrunn.

Einnig er unnið að fræðilegri úttekt á gerð áætlana um verndun og nýtingu friðlýstra svæða, ásamt greiningu á alþjóðlegum stöðlum og viðmiðum. Út frá þessum gögnum verður hægt að meta verndar- og nýtingargildi einstakra hluta svæðisins á samræmdan hátt, bera þau saman og setja fram tillögur um verndarstig.

Enn fremur verður leitað leiða til að bæta miðlun upplýsinga og að þróun samráðsferils við landeigendur og aðra heimamenn.