Skip to main content

Doktorsvörn í lýðheilsuvísindum - Óskar Örn Hálfdánarson

Doktorsvörn í lýðheilsuvísindum - Óskar Örn Hálfdánarson - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
8. mars 2019 14:00 til 17:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðasalur

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Föstudaginn 8. mars ver Óskar Örn Hálfdánarson doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands. Ritgerðin ber heitið: Proton pump inhibitor use among adults: Mapping the landscape of PPI use and exploring its effect on cancer risk and mortality. Notkun prótónupumpuhemla á Íslandi: Kortlagning PPI notkunar og möguleg áhrif hennar á krabbameinsáhættu og lifun.

Andmælendur eru dr. Helga Garðarsdóttir, lektor og lyfjafaraldsfræðingur við Háskólann í Utrecht í Hollandi, og dr. Nele Brusselaers, læknir og dósent í faraldsfræði við Karolinska Institutet í Svíþjóð.

Umsjónarkennari var dr. Helga Zoéga, prófessor við Læknadeild, og meðleiðbeinendur voru dr. Eiríkur Steingrímsson og dr. Helga M. Ögmundsdóttir, bæði prófessorar við Læknadeild. Auk þeirra sátu í doktorsnefnd þær Margrét H. Ögmundsdóttir, aðjunkt við Læknadeild, og Katja Fall, dósent við Háskólann í Örebro, Svíþjóð.

Ingibjörg Harðardóttir, prófessor og varaforseti Læknadeildar Háskóla Íslands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og hefst kl. 14:00.

Ágrip af rannsókn

Prótónupumpuhemlar (PPI) eru sýrubindandi lyf sem eru almennt notuð við meðferð á ýmsum magasýrusjúkdómum. Notkun PPI-lyfja er útbreidd á heimsvísu og sú umtalsverða aukning sem hefur orðið á notkun þeirra hefur verið gagnrýnd í ljósi mögulegrar ofnotkunar og óvissu sem ríkir um mögulegar skaðlegar aukaverkanir. Sýrubindandi virkni PPI-lyfja hefur hins vegar einnig verið talin hafa möguleg krabbameinshindrandi áhrif vegna hæfni þeirra til að hindra virkni sérhæfðra sýruseytandi ensíma. Talið er að slík ensím taki þátt í myndun á súru utanfrumuumhverfi krabbameinsfruma.

Markmiðið var að nota lýðgrundaða gagnagrunna á Íslandi til að I) kortleggja notkun PPI-lyfja meðal fullorðinna einstaklinga á Íslandi, II) meta áhættu PPI-notenda á því að greinast með brjóstakrabbamein, blöðruhálskirtilskrabbamein eða sortuæxli í húð, og III) meta möguleg verndandi áhrif PPI-lyfjanotkunar á lifun sjúklinga með blöðruhálskirtilskrabbamein.

Niðurstöður verkefnisins benda til þess að PPI-lyfjanotkun hafi aukist umtalsvert á Íslandi yfir síðasta áratuginn. Niðurstöður verkefnisins benda hvorki til þess að PPI-lyfjanotkun hafi áhrif á áhættu á brjóstakrabbameini, blöðruhálskirtilskrabbameini, eða sortuæxlum, né að hún hafi áhrif á lifun meðal sjúklinga með krabbamein í blöðruhálskirtli.

Abstract

Proton pump inhibitors (PPIs) are commonly prescribed drugs that are used to treat acid-related disorders of the gastrointestinal tract. PPI use has increased worldwide, causing concerns due to reports of unsubstantiated long-term use and potential adverse effects. However, PPIs have also been suggested to promote antineoplastic effects in certain cancer settings via inhibition of specialized proton pumps. These proton pumps are involved in pH regulation in eukaryotic cells and believed to act as facilitators for the acidification of the tumor microenvironment (TME).

The overall aim of this study was to use the population-based resources available in Iceland I) to assess the utilization of PPIs among the adults in Iceland, II) to explore spotential antineoplastic effect of PPIs by estimating the risk among PPI users of being diagnosed with a first-time breast cancer, prostate cancer, or malignant melanoma, and III) to assess the potential influence of post-diagnosis PPI use on mortality among prostate cancer patients.

The study results indicate that PPI use in Iceland has increased considerably over the last decade. The results do not support a chemopreventive role of PPIs in attenuating the risk of being diagnosed with a first-time breast cancer, prostate cancer, or malignant melanoma. Finally, our findings do not indicate that post-diagnosis PPI use influences mortality among prostate cancer patients.

Um doktorsefnið

Óskar Örn Hálfdánarson er fæddur árið 1984. Hann lauk BS-prófi í líffræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og meistaragráðu í líf- og læknavísindum frá sama skóla árið 2013. Óskar hefur samhliða doktorsnámi sinnt kennslu við Miðstöð í lýðheilsuvísindum auk þess að sinna ýmsum rannsóknartengdum verkefnum við Háskóla Íslands.

Foreldrar hans eru Hálfdán Óskarsson og Sigríður Hrönn Jörundsdóttir. Sambýliskona Óskars er Halla Ólafsdóttir.

Óskar Örn Hálfdánarson ver doktorsritgerð sína í lýðheilsuvísindum við Læknadeild Háskóla Íslands föstudaginn 8. febrúar kl. 14:00

Doktorsvörn í lýðheilsuvísindum - Óskar Örn Hálfdánarson