Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir hefur varið doktorsritgerð sína í menntavísindum við Deild kennslu- og menntunarfræði. Andmælendur voru Margaret Riel, forstöðumaður Center for Collaborative Action Research, Pepperdine-háskóla í Bandaríkjunum, og Liora Bresler, prófessor við Háskólann í Illinois.
Leiðbeinandi var Jóhanna Einarsdóttir, prófessor við Menntavísindasvið, og meðleiðbeinandi Pia Williams, prófessor við Háskólann í Gautaborg í Svíþjóð. Auk þeirra sat í doktorsnefnd dr. Anna-Maija Puroila, dósent við Háskólann í Oulu, Finnlandi.
Jónína Vala Kristinsdóttir, dósent og forseti Deildar kennslu- og menntunarfræði stjórnaði athöfninni sem fram fór 1. febrúar síðastliðinn í Hátíðasal Háskóla Íslands.
MYNDIR/ Kristinn Ingvarsson
Til þess að fá að nota myndirnar verður að senda póst til Höllu Hallsdóttur, hallah@hi.is. Einnig skal skila öllum myndum til hennar sem teknar eru á vegum Háskólans.