Skip to main content

Komdu að kenna

Komdu að kenna

. . .

Kennaranám veitir traustan undirbúning fyrir lifandi starf sem sífellt býður upp á ný og mikilvæg viðfangsefni. Kennaranemar öðlast þekkingu á námi og kennslu og fá tækifæri til að sérhæfa sig á ólíkum sviðum í samræmi við eigin áhuga. Hægt er að velja margar ólíkar leiðir til að verða kennari í leik-, grunn- eða framhaldsskóla.

""

Fjölbreyttar leiðir – framsækið nám

Kennaranám er fimm ára fræðilegt og starfstengt nám, sem skiptist í 180 eininga bakkalárnám og 120 eininga meistaranám, og veitir leyfisbréf í kennslu. Unnt er að taka samfellt fimm ára kennaranám eða ljúka fyrst bakkalárprófi (BA- eða BS-próf) á námssviði eða kennslugrein skólanna og bæta svo við sig tveggja ára kennsluréttindanámi. 

Boðið er upp á MT-námsleiðir sem fela í sér að nemandi getur tekið námskeið í stað þess að skrifa 30 eininga rannsóknarritgerð.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur í framhaldsnám er 15. apríl og 5. júní fyrir grunnnám og viðbótardiplómur.

Sækja um nám

Launað starfsnám 

  • Kennaranemar í leik- og grunnskólakennaranámi geta verið í launuðu starfsnámi í 50% starfshlutfalli á lokaári kennaranáms, séu þeir með starf í skóla. 

Eitt leyfisbréf

Nýleg lög um kennaranám fjölga tækifærum kennara til muna því þeir fá eitt leyfisbréf með heimild til að kenna í leik-, grunn- og framhaldsskóla. Kennaranemar munu áfram sérhæfa sig til kennslu, til dæmis á leikskólastigi, í yngri barna kennslu í grunnskóla eða til að kenna eldri börnum og ungmennum ákveðnar faggreinar.

Styrkir til starfandi kennara

Starfandi kennarar fá styrk til að mennta sig í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf. Markmiðið er að fleiri sæki sér sérhæfingu á þessu sviði til þess að skólar verði betur í stakk búnir til að styðja við kennaranema og nýútskrifaða kennara. Nýjustu kjarasamningar leik- og grunnskólakennara kveða á um hækkun launa ef kennari bætir við sig einingabæru námi.

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Anna Rut Ingvadóttir
Jóhanna Ómarsdóttir
Svava Sigríður Svavarsdóttir
Sigurbaldur P. Frímannsson
Hjörvar Gunnarsson
Anna Rut Ingvadóttir
Heilsuefling og heimilisfræði

Heimilisfræðikennaranámið hefur reynst mér sérstaklega vel. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á matargerð en í náminu öðlaðist ég dýpri þekkingu og færni í næringarfræði og heilsueflingu. Sú þekking hefur bæði hjálpað mér í mínu persónulega lífi og ekki síður undirbúið mig til að kenna öðrum. Fyrir mig er þetta undirbúningur fyrir draumastarfið. Ég get ekki ímyndað mér betra framtíðarstarf en að kenna börnum og unglingum mikilvægi heimagerðra máltíða og hollrar næringar.

Jóhanna Ómarsdóttir
Kennsla list- og verkgreina

Ég hef brennandi áhuga á kennslu, tónlist og sköpun og námið sameinar það sem ég hef mesta ástríðu fyrir. Við þurfum á skapandi hugsun að halda til að verða heilsteyptir einstaklingar og ég tel að tónlist sé frábært tæki til kennslu á öllum skólastigum sem stuðlar að vellíðan og áhuga nemenda.

Svava Sigríður Svavarsdóttir
B.Ed. í Heilsuefling og heimilisfræði

Heilsuefling og heimilisfræði fer vel saman þar sem góð næring er stór partur af heilsueflingu. Verkleg vinna í eldhúsi er góður vettvangur til að tengja saman fræði og framkvæmd ásamt því að kenna nemendum undirstöðu næringar með því að læra að útbúa einfalda, holla og góða rétti. Auðvelt er að vekja áhuga nemenda með ýmsum verkefnum og mikilvægt er að hlúa að þessum þáttum frá upphafi skólagöngu þeirra. Í mínu starfi hef ég verið dugleg að tengja saman ólíka þætti heilsu enda eru tækifærin ótal mörg.

Sigurbaldur P. Frímannsson
B.Ed. í leikskólakennarafræði

Leikskólakennaranámið hefur gefið mér dýpri sýn á það sem leikskólakennari tekst á við í starfi. Námið hefur víkkað sjóndeildarhringinn og gefið mér betri sýn á þá eiginleika sem góður leikskólakennari þarf að hafa. Í náminu gefst tækifæri til að tengja fræðilega hluta námsins við fyrri reynslu og nýta verkefnavinnu undir styrkri leiðsögn kennara.

Hjörvar Gunnarsson
Kennsla íslensku

Ég er í kennaranámi vegna þess að það freistar mín að takast á við mismunandi áskoranir á hverjum degi. Ég ætla að verða besti kennari í heimi!

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Lifandi og öruggt framtíðarstarf

Kennarar gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki og því hefur kennaramenntun lengi verið eftirsótt. Starfið veitir fólki tækifæri til að taka þátt í mótun og uppbyggingu samfélagsins til framtíðar.

Texti hægra megin 

Starfsvettvangur

Kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennt nám og eru atvinnumöguleikar að loknu námi miklir. Langflestir þeirra sem ljúka kennaranámi starfa við kennslu en menntunin nýtist einnig vel á öðrum vettvangi, bæði innan menntakerfisins og á almennum vinnumarkaði. Kennarar starfa á einum stærsta vinnumarkaði landsins: í leik-, grunn- og framhaldsskólum. 

Kennó – Félag kennaranema

Stúdentafélagið Kennó sér um öflugt félagslíf fyrir félaga sína auk þess sem Kennó á fulltrúa í stjórnsýslu sviðsins. Síðustu ár hefur Kennó tekið vel á móti nýjum nemendum með nýnemaleikum auk þess sem nýnemar fá ævinlega fulltrúa í stjórn félagsins.

Fylgdu Kennó á Facebook og Instagram!

Hafðu samband

Starfsfólk á kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs veitir allar nánari upplýsingar um kennaranám á öllum skólastigum. 

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð - Enni
Opið frá kl. 8.15 -15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

Samfélagsmiðlar

Fylgdu okkur á FacebookInstagram og YouTube!