Skip to main content

Komdu að kenna

Komdu að kenna

. . .

Kennaranám veitir traustan undirbúning fyrir lifandi starf sem sífellt býður upp á ný og mikilvæg viðfangsefni. Kennaranemar öðlast þekkingu á námi og kennslu og fá tækifæri til að sérhæfa sig á ólíkum sviðum í samræmi við eigin áhuga. Hægt er að velja margar ólíkar leiðir til að verða kennari í leik-, grunn- eða framhaldsskóla.

""

Fjölbreyttar leiðir – framsækið nám

Kennaranám er fimm ára fræðilegt og starfstengt nám, sem skiptist í 180 eininga bakkalárnám og 120 eininga meistaranám, og veitir leyfisbréf í kennslu. Unnt er að taka samfellt fimm ára kennaranám eða ljúka fyrst bakkalárprófi (BA- eða BS-próf) á námssviði eða kennslugrein skólanna og bæta svo við sig meistaranámi sem veitir leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari

Boðið er upp á MT-námsleiðir sem fela í sér að nemandi getur tekið námskeið í stað þess að skrifa 30 eininga rannsóknarritgerð.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur í framhaldsnám er 15. apríl og 5. júní fyrir grunnnám og viðbótardiplómur.

Sækja um nám

Launað starfsnám 

Kennaranemar í leik- og grunnskólakennaranámi geta verið í launuðu starfsnámi í 50% starfshlutfalli á lokaári kennaranáms, séu þeir með starf í skóla. 

Eitt leyfisbréf

Í kjölfar gildistöku laga nr. 95/2019 er nú gefið út eitt leyfisbréf kennara þvert á skólastig leik-, grunn- og framhaldsskóla. 

Sjáðu um hvað námið snýst

Hvað segja nemendur?

Sigurbaldur P. Frímannsson
María Björk Einarsdóttir
Hallbera Rún Þórðardóttir
Jóhanna Ómarsdóttir
Andri Rafn Ottesen
Sigurbaldur P. Frímannsson
B.Ed. í leikskólakennarafræði

Leikskólakennaranámið hefur gefið mér dýpri sýn á það sem leikskólakennari tekst á við í starfi. Námið hefur víkkað sjóndeildarhringinn og gefið mér betri sýn á þá eiginleika sem góður leikskólakennari þarf að hafa. Í náminu gefst tækifæri til að tengja fræðilega hluta námsins við fyrri reynslu og nýta verkefnavinnu undir styrkri leiðsögn kennara.

Mynd að ofan 
Texti vinstra megin 

Lifandi og öruggt framtíðarstarf

Kennarar gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki og því hefur kennaramenntun lengi verið eftirsótt. Starfið veitir fólki tækifæri til að taka þátt í mótun og uppbyggingu samfélagsins til framtíðar.

Texti hægra megin 

Starfsvettvangur

Kennaramenntun er alþjóðlega viðurkennt nám og eru atvinnumöguleikar að loknu námi miklir. Langflestir þeirra sem ljúka kennaranámi starfa við kennslu en menntunin nýtist einnig vel á öðrum vettvangi, bæði innan menntakerfisins og á almennum vinnumarkaði. Kennarar starfa á einum stærsta vinnumarkaði landsins: í leik-, grunn- og framhaldsskólum. 

Kennó – Félag kennaranema

Stúdentafélagið Kennó sér um öflugt félagslíf fyrir félaga sína auk þess sem Kennó á fulltrúa í stjórnsýslu sviðsins. Síðustu ár hefur Kennó tekið vel á móti nýjum nemendum með nýnemaleikum auk þess sem nýnemar fá ævinlega fulltrúa í stjórn félagsins.

Fylgdu Kennó á Facebook og Instagram!

Hafðu samband

Starfsfólk á kennsluskrifstofu Menntavísindasviðs veitir allar nánari upplýsingar um kennaranám á öllum skólastigum. 

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs
1. hæð, Stakkahlíð - Enni
Opið frá kl. 8.15 -15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

Samfélagsmiðlar

Fylgdu okkur á FacebookInstagram og YouTube!