SÆKJA UM FRAMHALDSNÁM Tekið er við rafrænum umsóknum um framhaldsnám við Háskóla Íslands tvisvar á ári að vori og að hausti. Ef síðasta umsóknardag á umsóknartímabili ber upp á helgi er opið fyrir umsóknir til og með fyrsta virka dags eftir þann dag. Athugið að umsóknir í meistaranám eru ekki afgreiddar ef umbeðin fylgigögn vantar. Umsóknarfrestur Nám sem hefs á haustmisseri Móttaka umsókna hefst á Háskóladaginn sem er árlega í lok febrúar eða byrjun marsMóttöku lýkur 15. aprílFylgigögnum þarf að skila í síðasta lagi 22. apríl. Undantekning: Námsleiðin Íslensk miðaldafræði (Medieval Icelandic Studies) er með opið fyrir umsóknir frá miðjum desember til 1. febrúar fyrir alla nemendur.Undantekning: Umsóknir í örnám og lokapróf á meistarastigi er til 5. júní í eftirfarandi deildum: Deildum FélagsvísindasviðsDeildum MenntavísindasviðsDeild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræðiÍslensku- og menningardeildLýðheilsuvísindumUmhverfis- og auðlindafræði Nám sem hefst á vormisseri: Móttaka umsókna hefst 15. septemberMóttöku umsókna lýkur 15. októberFylgigögnum þarf að skila í síðasta lagi 22. október Undantekning: Umsóknir í örnám og tilteknar leiðir viðbótarprófs á meistarastigi (áður diplómanám) eru til 30. nóvember. Ekki er tekið inn í nám við öll fræðasvið á þessu tímabili. Aðeins takmarkaður hluti námsleiða er þá í boði. Viðkomandi námsleiðir koma fram á rafrænu umsóknareyðublaði og á yfirliti um námsleiðir sem hægt er að sækja um. Skil á umsókn Eingöngu er tekið við rafrænum umsóknum.Ekki er tekið við síðbúnum umsóknum. Umsóknarferlið Mikilvægt er að kynna sér vel upplýsingar um umsóknarferlið hér fyrir neðan. Show Inntökuskilyrði Inntökuskilyrði í framhaldsnám við HÍ eru mismunandi eftir námsgreinum. Yfirleitt þarf að ljúka grunnnámi í einhverri námsleið. Ef grunnnámsleiðin er af öðru sviði eða deild en framhaldsnámsleiðin gætir þú þurft að bæta við þig einingum úr grunnnámi til að uppfylla forkröfur í námsleiðum. Upplýsingar um inntökuskilyrði eru á síðum námsleiða í Kennsluskrá og á upplýsingasíðu hverrar námsleiðar. Misjafnt er hvaða fylgigögn þurfa að fylgja umsókninni. Sjá nánar hér fyrir neðan og á upplýsingasíðu um fylgigögn og stöðu umsóknar. Show Fylgigögn með umsókn Prófskírteini og námsferilsyfirlit Ef þú hefur lokið grunnnámi frá öðrum háskóla en HÍ þarftu að skila frumriti eða staðfestu ljósriti/afriti af prófskírteini með undirritun og lituðum stimpli á pappírsformi til Nemendaskrár HÍ. Prófskírteinum má líka skila rafrænt, með löglegri rafrænni undirskrift beint frá viðkomandi skóla. Sjá nánar: Fylgigögn og staða umsóknar Ef þú hefur lokið grunnnámi frá HÍ (eða a.m.k. 60 ECTS-einingum) eftir 1981 þarftu ekki að skila afriti af prófskírteini. Óstaðfest eða skönnuð skírteini eru ekki tekin gild. Síðasti skiladagur fylgigagna er: 22. apríl fyrir nám sem hefst að hausti22. október fyrir nám sem hefst að vori. Nánari upplýsingar veitir Nemendaskrá HÍ: Sími: 525 4309Netfang: nemskra@hi.is Rafræn fylgigögn Í rafrænni umsókn er mögulegt að þú þurfir að senda tiltekin fylgigögn á PDF-formi. Það er misjafnt eftir deildum og námsleiðum. Ráðlegt er að hafa slík skjöl tilbúin áður en hafist er handa við að fylla út umsóknina. Upplýsingar um fylgigögn eru á síðu hverrar námsleiðar. Sjá nánar: Listi yfir námsleiðir og fylgigögn sem þarf að skila Upplýsingar og fylgigögn sem algengt er að óskað sé eftir: MeðmælendurFerilskrá (CV)Greinargerð (um markmið umsækjanda)Prófskírteini/námsyfirlitNámsáætlunRannsóknaráætlun Nánari upplýsingar um fylgigögn Show Staða umsóknar og afgreiðsla Leitast verður við að afgreiða umsóknir eins fljótt og auðið er eða í síðasta lagi 4-6 vikum eftir umsóknarfrest, að því gefnu að öll fylgigögn hafi borist. Ef fylgigögn berast eftir 22. apríl er óvíst að umsókn verði afgreidd fyrir nám sem hefst að hausti.Ef fylgigögn berast eftir 22. október er óvíst að umsókn verði afgreidd fyrir nám sem hefst að vori. Hægt er að fylgjast með afgreiðslu umsóknar í Umsóknagáttinni, undir flipanum Yfirlit umsókna. Þú skráir þig inn á síðuna með sama netfangi og lykilorði og þú bjóst til þegar þú skráðir þig inn í upphafi. Show Samþykkt umsókn Eftir að umsókn er samþykkt er hægt að greiða skrásetningargjaldið í Umsóknagáttinni. Hægt að greiða gjaldið með greiðslukorti í einu lagi eða með kortaláni. Nánari upplýsingar um skrásetningargjald. Show Skrásetningargjald Engin skólagjöld eru í Háskóla Íslands en nemendur greiða árlegt skrásetningargjald. Skrásetningargjaldið er greitt eftir að umsókn er samþykkt. Nánari upplýsingar um skrásetningargjald Show Notandanafn og lykilorð að Uglu Eftir að umsókn hefur verið samþykkt og þú hefur greitt skrásetningargjaldið getur þú fengið notandanafn og lykilorð að Uglu, innra vefkerfi Háskóla Íslands. Það gerir þú með því að skrá þig inn á Umsóknagáttina (Yfirlit umsókna) með netfanginu og lykilorðinu sem þú bjóst til við fyrstu skráningu. Nánari upplýsingar: Aðgangur að Uglu og tölvukerfi Tengt efni Námsleiðir í framhaldsnámi Upplýsingar fyrir umsækjendur Fylgigögn með umsóknum Umsóknarferli fyrir framhaldsnám facebooklinkedintwitter