Skip to main content

Umsókn um framhaldsnám

Umsókn um framhaldsnám - á vefsíðu Háskóla Íslands

SÆKJA UM FRAMHALDSNÁM 

Tekið er við rafrænum umsóknum um framhaldsnám við Háskóla Íslands tvisvar á ári að vori og að hausti. Ef síðasta umsóknardag á umsóknartímabili ber upp á helgi er opið fyrir umsóknir til og með fyrsta virka dags eftir þann dag. Athugið að umsóknir í meistaranám eru ekki afgreiddar ef umbeðin fylgigögn vantar.

Umsóknarfrestur

Nám sem hefs á haustmisseri

  • Móttaka umsókna hefst á Háskóladaginn sem er árlega í lok febrúar eða byrjun mars
  • Móttöku lýkur 15. apríl
  • Fylgigögnum þarf að skila í síðasta lagi 22. apríl.

Undantekning: Námsleiðin Íslensk miðaldafræði (Medieval Icelandic Studies) er með opið fyrir umsóknir frá miðjum desember til 1. febrúar fyrir alla nemendur.Undantekning: Umsóknir í örnám og lokapróf á meistarastigi er til 5. júní í eftirfarandi deildum:

Nám sem hefst á vormisseri:

  • Móttaka umsókna hefst 15. september
  • Móttöku umsókna lýkur 15. október
  • Fylgigögnum þarf að skila í síðasta lagi 22. október

Undantekning: Umsóknir í örnám og tilteknar leiðir viðbótarprófs á meistarastigi (áður diplómanám) eru til 30. nóvember.

Ekki er tekið inn í nám við öll fræðasvið á þessu tímabili. Aðeins takmarkaður hluti námsleiða er þá í boði.

Viðkomandi námsleiðir koma fram á rafrænu umsóknareyðublaði og á yfirliti um námsleiðir sem hægt er að sækja um.

Skil á umsókn

Umsóknarferlið

Mikilvægt er að kynna sér vel upplýsingar um umsóknarferlið hér fyrir neðan.

Tengt efni