Skip to main content

Kynjafræði, doktorsnám

Kynjafræði

210 einingar - Ph.D. gráða

. . .

Stjórnmálafræðideild býður upp á doktorsnám í kynjafræði. Doktorsnemar skulu hafa lokið meistaraprófi frá Félagsvísindasviði Háskóla Íslands eða sambærilegu prófi.  Doktorsnám er a.m.k. þriggja ára fullt nám. Sé námið stundað að hluta getur það tekið allt að fimm árum.

Námið

Um er að ræða þriggja til fjögurra ára fræðilegt framhaldsnám (rannsóknatengt framhaldsnám) í kynjafræði við  félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Námið er 180e- 240e og er fullgilt próf til prófgráðunnar philosophiae doctor, PhD. Inntökuskilyrði er rannsóknatengt MA-próf eða sambærilegt próf að jafnaði með fyrstu einkunn. 

Inntökuskilyrði

Framhaldsnám

Meistaragráða eða sambærilegt nám með fyrstu einkunn.

Hvað segja nemendur?

Þorsteinn Einarsson
Ragnheiður Davíðsdóttir
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar
Þorsteinn Einarsson
MA í kynjafræði

Meistaranám í kynjafræði var eins og ferðalag á kunnuga staði en samt var eins og ég hefði aldrei séð þá áður. Sjónarhornið, baksagan og samhengið sem kennarar veittu í gegnum námið gerðu ferðalagið krefjandi en á sama tíma algjörlega ógleymanlegt. Þetta kemur til af því að námið er lifandi, krítískt, hagnýtt og stundum óþægilega nærgöngult, þar sem ég þurfti að takast á við mínar hugmyndir, fordóma og fékk verkfæri til að beita á samfélagið. Ég öðlaðist færni í að greina kynjun, valdatengsl, orðræðu og dýptina í mynstrum og þemum sem dulin eru í samfélagsgerðinni og nærir víðtækt misrétti. Nám í kynjafræði hentar öllum sem brenna fyrir réttlæti og jafnrétti og vilja hafa áhrif á samfélagið sitt. 

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
Netfang: nemFVS@hi.is

Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík
Opið virka daga frá 9 - 15 
Sími: 525 4500

Image result for facebook logo Facebook

Nánari upplýsingar um námið veita Sigrún Daníelsdóttir Flóvenz, verkefnisstjóri og Kolbrún Eggertsdóttir, gæðastjóri.
Fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið doktorsnamFVS@hi.is.