Skip to main content

Velkomin á Menntavísindasvið

Velkomin á Menntavísindasvið - á vefsíðu Háskóla Íslands

Dagskrá móttöku nýnema 2024

Menntavísindasvið HÍ býður öllum nýnemum í grunnnámi sviðsins til móttöku, fræðslu og skemmtunar mánudaginn 19. ágúst í Laugardalshöll. Dagskrá móttökunnar hefst með sameiginlegri dagskrá kl.8.50. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá kl.13.00 að lokinni móttöku nýnema.

Dagskrá:

08.50 - 09.50 - Móttaka - Laugardalshöll (Inngangur A)

  • Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti MVS
  • Gunnar Ásgrímsson, forseti sviðsráðs MVS
  • Fulltrúar nemendafélaga MVS, Tuma, Kennó og Vatnið
  • Kynning á nemendaþjónustu MVS

09.50 - 10.10 - Boðið upp á veitingar

10.10 - 10.30 -  Kynning á námi eftir deildum

10.30 - 13.00 - Nemendur námsbrauta hittast og kynnast  

13.20 - Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá 

*Menntavísindasvið flytur í Sögu við Hagatorg á næstu mánuðum. Fyrir vikið verður viðburðurinn haldinn í Laugardalshöll, þar sem nám og kennsla í íþrótta- og heilsufræði fer fram.

-----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Hér að neðan má nálgast gagnlegar upplýsingar fyrir nýnema:

Stundatöflur eru í Uglu. Þið notið notendanafn og lykilorð sem sem þið fáið í samskiptagátt á vef HÍ til að komast inn í Uglu. Mikilvægt er að lesa HÍ - tölvupóstinn sinn reglulega. Vinsamlegast notið alltaf HÍ-netföng í samskiptum innan skólans. 

Allar upplýsingar vegna námsins finnið þið í Uglu.

Staðlotur

  • Fyrri staðlota 9. - 13. september
  • Seinni staðlota 28. október - 1. nóvember

Allar mikilvægustu dagsetningarnar á háskólaárinu er að finna í kennslualmanakinu. 

Hafðu samband!

Ef eitthvað er óljóst er ykkur velkomið að hafa samband í síma 525-5950, senda tölvupóst á netfangið mvs@hi.is eða í gegnum netspjall HÍ.

Fylgstu með okkur á FacebookInstagram og YouTube.