Menntavísindasvið stendur fyrir fjölda opinna viðburða ár hvert, til að mynda fyrirlestrum, ráðstefnum og ýmsum opnum fundum fyrir fagfólk og almenning á öllum aldri. Menntakvika Árleg ráðstefna Menntavísindasviðs, Menntakvika: Rannsóknir, nýbreytni og þróun, er haldin í september/október ár hvert. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í menntavísindum og tengdum sviðum. Á þriðja hundrað rannsóknir eru kynntar á Menntakviku sem gera hana að einni stærstu ráðstefnu Háskólans. Þátttakendur koma alla jafna frá öllum deildum og námsbrautum Menntavísindasviðs ásamt fólki frá öðrum vettvangi. Má þar nefna önnur fræðasvið Háskóla Íslands, skólafólk frá öllum skólastigum auk starfsmanna samstarfsstofnana. Undirbúningur og framkvæmd Menntakviku er í höndum Menntavísindastofnunar. Málþing meistaranema Fjölbreyttar rannsóknir á sviði menntavísinda eru kynntar á málþingi meistaranema sem fram fer einu sinni á hvoru misseri við Háskóla Íslands. Þar fá M.Ed.- og MA-nemar tækifæri til að flytja stuttar kynningar á lokaverkefnum sínum. Kynning nýrra prófessora Á Menntavísindasviði er haldið upp á framgang eða ráðningu nýrra prófessora með sérstökum kynningarfyrirlestri. Athafnirnar hefjast með stuttu yfirliti yfir helstu störf viðkomandi prófessors, en svo tekur hann sjálfur við og flytur erindi um störf sín og framtíðarsýn í kennslu og rannsóknum. Í lok athafnarinnar gefst tækifæri til þess að spjalla og gleðjast með hinum nýja prófessor. Tilgangur kynningarfyrirlestranna er að vekja athygli á hinum nýja prófessor, störfum hans og áherslum, ekki síst til þess að auka tengsl og samstarf innan skólans, en einnig til þess að hefja prófessorsstarfið til vegsemdar. Ráðstefna um læsi Menntavísindasvið stendur fyrir ráðstefnu um læsi ár hvert. Ráðstefnunni er ætlað að skapa vettvang fyrir sérfræðinga, fræðimenn og kennara til að kynna verkefni er lúta að læsi. Upptökur Ráðstefnan Lestur er lykill að ævintýrum var haldin 18. nóvember 2017. Jóhanna Einarsdóttir - ávarp Guðni Th. Jóhannesson - ávarp Joshi R. Matesha - aðalerindi Rannveig Oddsdóttir - aðalerindi Jenný Gunnbjörnsdóttir - aðalerindi Ráðstefnan Fjölbreyttar leiðir til læsis var haldin 8. september 2016. Noella Mackenzie - aðalerindi Opnir fundir um menntamál Í aðdraganda alþingiskosninga hefur Menntavísindasvið staðið fyrir opnum fundum um menntamál með fulltrúum stjórnmálaflokka. Upptökur Viljum við samfélag án kennara? - Árið 2016 Aðrir viðburðir Lærum með leiðtogum Vorblót Krílastundir á bókasafni Fundaröð um rannsóknir í framhaldsskólum Morgunrabb RannUng Tómstundadagurinn Tengt efni Vefur Menntavísindastofnunar Vefur Menntakviku facebooklinkedintwitter