8/2020
HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR
Ár 2020, fimmtudaginn 4. júní var haldinn fundur í háskólaráði Háskóla Íslands sem hófst kl. 13.00.
Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Ásthildur Margrét Otharsdóttir, Benedikt Traustason, Einar Sveinbjörnsson, Guðrún Geirsdóttir, Guðvarður Már Gunnlaugsson, Ingibjörg Gunnarsdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Ólafur Pétur Pálsson, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Siv Friðleifsdóttir. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð, og Þórður Kristinsson.
1. Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að engin athugasemd hefði borist við fundargerð síðasta fundar og hefði hún því skoðast samþykkt og verið birt á háskólavefnum. Þá spurði rektor hvort einhver gerði athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Jafnframt spurði rektor hvort einhver lýsti sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og lýsti Ásthildur Margrét Otharsdóttir sig vanhæfa til að taka þátt í afgreiðslu liðar 10.b. Ekki voru gerðar athugasemdir við liðinn „bókfærð mál“ og skoðast hann því samþykktur.
Áður en gengið var til dagskrár þakkaði rektor fulltrúum í háskólaráði fyrir frábært starf í þágu Háskóla Íslands á undanförnum tveimur árum og óskaði þeim velfarnaðar.
2. Viðbrögð Háskóla Íslands vegna COVID-19 faraldursins. Staða mála.
Rektor fór yfir viðbrögð Háskóla Íslands vegna COVID-19 faraldursins, áhrif hans á starfsemi skólans og skipulag háskólastarfsins á komandi haustmisseri. Málið var rætt.
Rektor bar upp tillögu um að í tengslum við fjármögnun sumarstarfa 2020 og stuðning Háskóla Íslands við Félagsstofnun stúdenta vegna nemenda sem eiga í erfiðleikum vegna uppsagnarfrests á húsnæði verði ráðstafað um 30 m.kr. af óskiptri fjárveitingu Háskóla Íslands til að veita 100 þ.kr. mótframlag með hverju sumarstarfi. Gert er ráð fyrir allt að 300 sumarstörfum. Sú eining sem fær sumarstarf þarf að jafnaði að koma með um 200 þ.kr. til viðbótar. Einnig verði ráðstafað um 5 m.kr. af óskiptri fjárveitingu Háskóla Íslands eða helmingi af 10 m.kr. stuðningi til nemenda sem eiga í erfiðleikum vegna greiðslu húsaleigu í stúdentagörðum á uppsagnartíma. Til viðbótar komi 5 m.kr. úr háskólasjóði. Félagsstofnun stúdenta og Stúdentaráð Háskóla Íslands munu annast forgangsröðun og úthlutun stuðningsins til einstakra nemenda.
– Samþykkt einróma.
3. Fjármál Háskóla Íslands. Staða, horfur, áætlun.
a) Tillögur mannaflanefndar, sbr. fund ráðsins 1. nóvember 2018.
Inn á fundinn kom Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri miðlægrar stjórnsýslu. Rektor og Guðmundur gerðu grein fyrir tillögum mannaflanefndar. Málið var rætt og svöruðu þeir spurningum fulltrúa í háskólaráði.
– Samþykkt einróma.
Guðmundur vék af fundi.
4. Álit nefndar háskólaráðs um störf ráðsins á liðnu háskólaári, sbr. 10. gr. starfsreglna ráðsins.
Ingibjörg Gunnarsdóttir, varaforseti háskólaráðs og formaður nefndar ráðsins um störf þess á liðnu starfsári, gerði grein fyrir áliti nefndarinnar, en hlutverk hennar er að rýna vinnubrögð ráðsins og leggja eftir atvikum til umbætur á starfsháttum þess. Málið var rætt og tekið undir þær ábendingar sem settar eru fram í álitinu. Sameiginlegri stjórnsýslu falið að fara yfir þær og undirbúa mögulega útfærslu og framkvæmd fyrir næsta fund ráðsins eftir sumarhlé.
– Samþykkt einróma.
5. Starfsáætlun háskólaráðs 2019-2020. Uppgjör.
Fyrir fundinum lágu drög að uppgjöri starfsáætlunar háskólaráðs fyrir starfsárið 2019-2020. Rektor gerði grein fyrir málinu og var það rætt.
– Uppgjör starfsáætlunar háskólaráðs fyrir starfsárið 2019-2020 samþykkt einróma.
6. Staða byggingarmála.
Inn á fundinn kom Sigríður Sigurðardóttir, sviðsstjóri framkvæmda- og tæknisviðs, og gerði grein fyrir stöðu helstu byggingarverkefna Háskóla Íslands. Málið var rætt og svaraði Sigríður spurningum ráðsmanna.
– Samþykkt að fela rektor að fylgja málunum eftir í samræmi við minnisblað og gögn sem lögð voru fram á fundinum.
Sigríður vék af fundi.
7. Frá innri endurskoðun: Eftirfylgnikönnun með tillögum til úrbóta skv. í eftirfarandi skýrslum innri endurskoðanda: Fjármálastjórn fræðasviðanna; Nemendaskráning og nemendaskrárkerfið; Nýráðningar akademískra starfsmanna (ítrekaðar); Erlendir rannsóknastyrkir (ítrekaðar); Skjalastjórn háskólans (ítrekaðar).
Inn á fundinn kom Ingunn Ólafsdóttir, innri endurskoðandi Háskóla Íslands. Fór hún yfir niðurstöður eftirfylgnikönnunar með tillögum til úrbóta skv. fyrri endurskoðunarskýrslum. Málið var rætt og svaraði Ingunn spurningum og brást við athugasemdum fulltrúa í háskólaráði.
Ingunn vék af fundi.
8. Niðurstaða nefndar háskólaráðs um tillögu Heilbrigðisvísindasviðs um að stofnuð verði Sjúkraþjálfunardeild, sbr. fund ráðsins 7. nóvember sl.
Rektor gerði grein fyrir niðurstöðu nefndar háskólaráðs um tillögu Heilbrigðisvísindasviðs um að stofnuð verði sjálfstæð Sjúkraþjálfunardeild á fræðasviðinu. Niðurstaða nefndarinnar er að ekki verði að svo stöddu stofnuð ný deild innan fræðasviðsins. Fyrir fundinum lágu einnig athugasemdir Námsbrautar í sjúkraþjálfun við niðurstöðu nefndarinnar. Málið var rætt.
– Samþykkt einróma að beina því til Heilbrigðisvísindasviðs að fara yfir deilda- og námsbrautaskipulag fræðasviðsins með það í huga að mæta þeim sjónarmiðum sem fram koma í upphaflegu erindi fræðasviðsins til háskólaráðs og í niðurstöðu nefndar háskólaráðs án þess að til fjölgunar deilda á sviðinu komi. Niðurstaða þeirrar vinnu liggi fyrir í október nk. og verði þá skilað til háskólaráðs. Í ljósi heildarskipulags Háskólans er jafnframt nauðsynlegt að rektor beiti sér fyrir að fram fari stefnumótandi umfjöllun um framtíðarfyrirkomulag deilda- og námsbrauta á öllum fimm fræðasviðum Háskólans.
9. Verkefni aðstoðarrektors kennslumála og þróunar.
Inn á fundinn kom Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor kennslumála og þróunar, og fór yfir helstu verkefni sín. Fram kom að aðstoðarrektor kennslumála og þróunar hefur umsjón með mörgum viðamiklum málum sem eru í góðum farvegi.
10. Bókfærð mál.
a) Skipan í starfsnefndir háskólaráðs.
Skipan starfsnefnda háskólaráðs samþykkt með fyrirvara um að gætt verði að því að kynjahlutföll verði í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sbr. ákvæði í erindisbréfum:
Skipunartími nefndanna er 1.7.2020-30.6.2023, að frátaldri gæðanefnd sem er skipuð frá 1.7.2018 til 30.6.2021.
b) Stjórn sjóðs um árangurstengda tilfærslu starfsþátta í Háskóla Íslands.
– Samþykkt. Stjórnin er skipuð þeim Ásthildi Otharsdóttur, fulltrúa í háskólaráði, Halldóri Jónssyni, sviðsstjóra vísinda- og nýsköpunarsviðs, og Jenný Báru Jensdóttur, sviðsstjóra fjármálasviðs.
c) Frá rektor: Tillaga að breytingu á 8. gr. reglna Háskóla Íslands nr. 569/2009, þ.e. að starfsmannasvið fái heitið mannauðssvið.
– Samþykkt.
d) Stjórn heimspekisjóðs Brynjólfs Bjarnasonar.
– Samþykkt. Stjórn sjóðsins er skipuð þeim Fridu Vestergaard, tilnefnd af afkomendum Brynjólfs Bjarnasonar, Eyjólfi Kjalari Emilssyni, prófessor, tilnefndur af Félagi áhugamanna um heimspeki, og Birni Þorsteinssyni, prófessor, tilnefndur af háskólaráði Háskóla Íslands.
e) Fagráð um viðbrögð við kynbundinni og kynferðislegri áreitni og öðru kynferðislegu ofbeldi.
– Samþykkt. Fagráðið er skipað þeim Þóru Sigfríði Einarsdóttur, sálfræðingi hjá Domus Mentis - Geðheilsustöð, formaður (varamaður: Agnes Björg Tryggvadóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði og teymisstjóri áfallateymis Landspítala), Finnborgu Salome Steinþórsdóttur, nýdoktor (varamaður: Henry Alexander Henrysson, aðjunkt við Sagnfræði- og heimspekideild), Trausta Fannari Valssyni, dósent við Félagsvísindasvið (varamaður: Guðrún Margrét Eysteinsdóttir, lögfræðingur starfsmannasviðs). Með fagráðinu starfa Jónína Helga Ólafsdóttir, verkefnisstjóri á starfsmannasviði, og Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi. Skipunartími er 1.7.2020 til 30.6.2023.
f) Vísindasiðanefnd Háskóla Íslands, ásamt tillögu að breytingu á verklagsreglum nefndarinnar.
– Samþykkt framlögð tillaga að breytingu á verklagsreglum vísindasiðanefndar og að fela rektor að ganga frá skipun nefndarinnar.
g) Stofnun eignarhaldsfélags utan um eignarhluti Háskóla Íslands í sprotafyrirtækjum.
– Samþykkt.
11. Mál til fróðleiks.
a) Dagskrá 25. háskólaþings 5. júní 2020.
b) Dagskrá ársfundar Háskóla Íslands 10. júní 2020.
c) Dagatal Háskóla Íslands 2020-2021.
d) Úthlutun úr Doktorsstyrkjasjóði Háskóla Íslands 2020.
e) Sumarnám sem verður í boði við Háskóla Íslands 2020.
f) Bréf frá Gæðaráði íslenskra háskóla, dags. 15. maí sl. með ósk um árlegan fund með ráðinu, auk fundar um áhrif COVID-19 faraldursins á stofnunarúttekt Háskóla Íslands. Einnig kemur fram breyting á skipan úttektarhópsins.
g) Framgangsnefnd Háskóla Íslands.
h) Stjórn Háskólaútgáfunnar.
i) Stjórn meistara- og doktorsnáms í umhverfis- og auðlindafræði.
j) Færeyjanefnd Háskóla Íslands.
k) Stjórn Styrktarsjóðs Áslaugar Hafliðadóttur.
l) Stjórn Miðstöðvar framhaldsnáms.
m) Skipulagsskrá Íslenskusjóðsins.
n) Skipulagsskrá Nýsköpunarsjóðs dr. Þorsteins Inga Sigfússonar.
o) Gríptu tækifærið í sumar. Grein rektors í Fréttablaðinu 27. maí 2020.
p) Viljayfirlýsing um fagháskólanám í leikskólafræðum í samvinnu Háskóla Íslands, Keilis og sveitarfélaga á Suðurnesjum.
q) Ársreikningur Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. 2019.
r) Ársskýrsla Vísindagarða 2019.
s) Ársreikningur Keilis ehf. 2019.
t) Fréttabréf Háskólavina maí 2020.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 16.00.