5/2018
HÁSKÓLARÁÐSFUNDUR
Ár 2018, fimmtudaginn 3. maí var haldinn fundur í háskólaráði sem hófst kl. 13.
Fundinn sátu Jón Atli Benediktsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Erna Hauksdóttir, Ingibjörg Gunnarsdóttir (varamaður fyrir Guðrúnu Geirsdóttur), Orri Hauksson, Stefán Hrafn Jónsson, Tryggvi Másson (varamaður fyrir Rögnu Sigurðardóttur), Tómas Þorvaldsson og Þengill Björnsson. Ásthildur Margrét Otharsdóttir og Ragna Árnadóttir boðuðu forföll og varamaður þeirra einnig. Fundinn sátu einnig Magnús Diðrik Baldursson, sem ritaði fundargerð og Þórður Kristinsson.
1. Setning fundar.
Rektor setti fundinn og greindi frá því að engin athugasemd hefði borist við fundargerð síðasta fundar og hefði hún því skoðast samþykkt og verið birt á háskólavefnum. Þá spurði rektor hvort einhver gerði athugasemd við dagskrá fundarins og var svo ekki. Jafnframt spurði rektor hvort einhver teldi sig vanhæfan til að taka þátt í meðferð máls á dagskrá og var svo ekki. Ekki voru gerðar athugasemdir við liðinn „bókfærð mál“ að öðru leyti og skoðast hann því samþykktur.
2. Niðurstöður 21. háskólaþings 13. apríl 2018.
Rektor gerði grein fyrir niðurstöðum háskólaþings 13. apríl sl. þar sem fram fór kjör þriggja fulltrúa og þriggja varafulltrúa háskólasamfélagsins í háskólaráð fyrir tímabilið 1.7.2018-30.6.2020, kynning og umræða um gæðastefnu og gæðakerfi Háskóla Íslands og kynning og umræða um yfirstandandi endurskoðun matskerfis opinberu háskólanna.
3. Stefna Háskóla Íslands 2016-2021, HÍ21. Staða innleiðingar, sbr. starfsáætlun háskólaráðs.
Inn á fundinn komu Guðbjörg Linda Rafnsdóttir, aðstoðarrektor vísinda, Ína Dögg Eyþórsdóttir, verkefnisstjóri hjá kennslusviði, og María Dóra Björnsdóttir, deildarstjóri hjá Náms- og starfsráðgjöf. Gerðu þær ítarlega grein fyrir stöðu innleiðingar HÍ21, Stefnu Háskóla Íslands 2016-2021. Málið var rætt og svöruðu þær Guðbjörg Linda, Ína Dögg og María Dóra spurningum fulltrúa í háskólaráði.
Ína Dögg og María Dóra véku af fundi.
4. Kostuð störf, forsendur og viðmið.
Fyrir fundinum lá minnisblað um forsendur og viðmið varðandi ráðningar í störf sem kostuð eru af öðrum en Háskóla Íslands. Jafnframt lágu fyrir drög að verklagsreglum um kostuð störf frá 2013 og yfirlit um kostuð störf 2017. Rektor og Þórður Kristinsson gerðu grein fyrir málinu og var það rætt.
– Samþykkt að drög verklagsreglna verði unnin áfram og leitað umsagna um þau. Málið komi aftur fyrir háskólaráð í haust.
Guðbjörg Linda vék af fundi.
5. Tillaga Lagadeildar um kjör heiðursdoktors.
Fyrir fundinum lá tillaga Lagadeildar um kjör heiðursdoktors og umsögn heiðursdoktorsnefndar. Rektor gerði grein fyrir málinu.
– Tillaga Lagadeildar um kjör heiðursdoktors samþykkt einróma.
6. Málefni Happdrættis Háskóla Íslands.
Inn á fundinn komu Eyvindur G. Gunnarsson, prófessor og formaður stjórnar Happdrættis Háskóla Íslands (HHÍ), og Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri HHÍ. Fóru þau yfir starfsemi fyrirtækisins. Málið var rætt og m.a. komið inn á hugmyndir sem uppi eru um mögulegar breytingar á starfsumhverfi happdrætta á Íslandi.
Eyvindur og Bryndís véku af fundi.
7. Bókfærð mál.
a) Fulltrúar í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands ehf.
– Samþykkt. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Vísindagarða Háskóla Íslands ehf. eru Hilmar Bragi Janusson, efnaverkfræðingur, forstjóri GENÍS, formaður, Einar Mäntylä, verkefnisstjóri á vísinda- og nýsköpunarsviði Háskóla Íslands, Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri fjármála og reksturs hjá Advania, og Steinunn J. Kristjánsdóttir, prófessor. Varamenn verða Kristín Pétursdóttir, forstjóri Mentor ehf. og stjórnarformaður Virðingar (1. varamaður), og Sigurður Magnús Garðarsson, prófessor og forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs (2. varamaður).
b) Frá Heilbrigðisvísindasviði: Tillaga um fjölgun nýnema í ljósmóðurfræði úr 10 í 12 háskólaárið 2018-2019.
– Samþykkt.
c) Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
– Samþykkt. Fulltrúar Háskóla Íslands í stjórn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru Torfi H. Tulinius, prófessor við Íslensku- og menningardeild, Guðrún Þórhallsdóttir, dósent við Íslensku- og menningardeild og Terry A. Gunnell, prófessor við Félags- og mannvísindadeild.
d) Ný 60e námsleið í tæknigreinum við Rafmagns- og tölvuverkfræðideild.
– Samþykkt.
8. Mál til fróðleiks.
a) Ársskýrsla Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands 2017.
b) Samstarfssamkomulag Háskóla Íslands og Ráðstefnuborgarinnar Reykjavík (Meet in Reykjavík, MiR), dags. 9. apríl 2018.
c) Viljayfirlýsing Háskóla Íslands og Indian Council for Cultural Relations um kennslu í hindí, dags. 12. apríl 2018.
d) Viljayfirlýsing Háskóla Íslands og Háskólans á Bifröst um Uglu, dags. 12. apríl 2018.
e) Samstarfsyfirlýsing um menntun fyrir alla á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi, dags. 13. apríl 2018.
f) Skipun samstarfsráðs um Landspítalaverkefni, dags. 24. apríl 2018.
g) Viðbrögð í kjölfar ábendinga innri endurskoðanda um nemendaskráningu og nemendaskrárkerfi, sbr. samþykkt háskólaráðs 5. október sl.
h) Úthlutun úr Kennslumálasjóði 2018.
i) Viljayfirlýsing Háskóla Íslands og Samtaka atvinnulífsins um formlegt samstarf, dags. 2. maí 2018.
j) Dagskrá akkerisfundar 16. maí nk.
k) Samstarfssamningur um undirbúning stofnunar viðskiptahraðals á sviði samfélagslegrar nýsköpunar, dags. 27. apríl 2018.
l) Dagskrá málþings um siðfræði vísinda 6. júní nk.
Fleira var ekki gert.
Fundi slitið kl. 15.40.