Skip to main content

Grunnskólakennsla með áherslu á samfélagsgreinar

Grunnskólakennsla með áherslu á samfélagsgreinar

Menntavísindasvið

Grunnskólakennsla með áherslu á samfélagsgreinar

B.Ed. – 180 einingar

Viltu verða kennari? Námið hefur það að meginmarkmiði að efla þekkingu kennaranema á greinum sem falla undir samfélagsgreinar og gera þá sem hæfasta til að miðla þekkingu sinni í grunnskólakennslu. Undir samfélagsgreinar heyra meðal annars samfélagsfræði, saga, landafræði, þjóðfélagsfræði, trúarbragðafræði, heimspeki, siðfræði og lífsleikni. Námið er í nánum tengslum við vettvang. 

Í flestum námskeiðum er hægt að velja annað hvort staðnám eða fjarnám með staðbundnum lotum. Mætingarskylda er í staðlotur og vettvangsnám. Meginregla er að í staðnámi séu vikulegir tímar og í fjarnámi séu staðbundnar lotur tvær á misseri.

Skipulag náms

X

Inngangur að kennslu samfélagsgreina (SFG101G)

Viðfangsefni: Námskeiðið er inngangur að kennslu samfélagsgreina með áherslu á þjálfun í rökræðum, gagnrýna hugsun og hæfni í að skoða mismunandi sjónarhorn. Á námskeiðinu vinna nemendur með forhugmyndir sínar og taka ígrundaða afstöðu til viðfangsefnanna og samtímis  er veitt innsýn í ýmis viðfangsefni sem fjallað er um í samfélagsgreinum (sbr. aðalnámskrá).

Vinnulag:  Umræður og verkefnavinna fara fram í kennslustundum á miðvikudögum í rauntíma á Zoom. Auk þessa verða rökræðutímar í hverri viku. Nemendum er skipt í hópa og mæta með sínum hópi allt misserið. Skyldumæting er í rökræðutímana (80%). Hægt verður að velja á milli rökræðutíma á staðnum í Stakkahlíð eða í rauntíma á Zoom. Hvorki miðvikudagstímar né rökræðutímar verða teknir upp.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðjón Ingimundarson
Dóra Björk Ólafsdóttir
Guðjón Ingimundarson
Grunnskólakennsla með áherslu á íslensku

Að mennta sig sjálfan eða einhvern annan, er styrking í svo marga staði. Það er ákaflega gefandi að sjá unga fólkið bæta sig meir og meir, sama hvort það sé bóklega, verklega eða andlega. Að móta komandi kynslóðir fyrir okkar samfélag eru forréttindi. Sama hversu stór partur maður er af ferlinu. Námið opnar svo margar hurðir og eru kennarar við Háskóla Íslands alltaf reiðubúnir að sýna þér hvað liggur á bakvið þær.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.