Skip to main content

Grunnskólakennsla með áherslu á íslensku

Grunnskólakennsla með áherslu á íslensku

Menntavísindasvið

Grunnskólakennsla með áherslu á íslensku

B.Ed. – 180 einingar

Markmið námsins er að efla þekkingu kennaranema á íslensku máli og bókmenntum og gera þá hæfa til að miðla þekkingu sinni í grunnskóla framtíðarinnar. Námið er í nánum tengslum við grunnskóla landsins og vettvangsnám er samþætt fræðilegum undirbúningi fyrir frekara nám og kennarastarfið.

Skipulag náms

X

Íslenska sem kennslugrein I (ÍET104G)

 Í námskeiðinu verður lagður grunnur að fræðilegri þekkingu verðandi íslenskukennara á  íslenskum bókmenntum til undirbúnings kennslu þeirra í grunnskóla. Lögð verður áhersla á að efla nemendur sem sjálfstæða lesendur bókmennta af fjölbreyttu tagi. Einnig verður fengist við talað mál, hlustun, áhorf, lestur og ritun á fræðilegum grundvelli og með hagnýtum verkefnum. Í námskeiðinu er fjallað um virka hlustun og virkt áhorf og nemendur þjálfaður í að miðla þekkingu sinni í töluðu máli og til að nýta fjölbreytta miðla til að efla þessa þætti hjá sjálfum sér.

Fjallað verður um samtímabókmenntir fyrir börn og fullorðna sem og frásagnir í öðrum miðlum svo sem í leikhúsi og kvikmyndum.  Unnið verður með almennar greiningaraðferðir og læsi þjálfað til skilnings og túlkunar. Lögð verður áhersla á hvernig textar geta skapað umræðu um siðferðileg hugtök og álitamál. Jafnframt verða bókmenntatextar lesnir með það fyrir augum að nemendur njóti þeirra og deili lestrarreynslu sinni með öðrum.

Kennaranemar fást við að greina talmál frá ritmáli á fræðilegan hátt og þjálfast í að vinna með ólíkar gerðir talaðs máls og texta á mismunandi textasviðum.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Guðjón Ingimundarson
Dóra Björk Ólafsdóttir
Guðjón Ingimundarson
Grunnskólakennsla með áherslu á íslensku

Að mennta sig sjálfan eða einhvern annan, er styrking í svo marga staði. Það er ákaflega gefandi að sjá unga fólkið bæta sig meir og meir, sama hvort það sé bóklega, verklega eða andlega. Að móta komandi kynslóðir fyrir okkar samfélag eru forréttindi. Sama hversu stór partur maður er af ferlinu. Námið opnar svo margar hurðir og eru kennarar við Háskóla Íslands alltaf reiðubúnir að sýna þér hvað liggur á bakvið þær.

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa
1. hæð, Stakkahlíð – Enni
Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga
Sími 525 5950
mvs@hi.is

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.