Skip to main content
24. október 2025

Yfir 200 kandídatar brautskrást frá HÍ í dag

Yfir 200 kandídatar brautskrást frá HÍ í dag - á vefsíðu Háskóla Íslands

Fjöldi fólks lagði leið sína í Aðalbyggingu Háskóla Íslands í dag til að sækja brautskráningarskírteini sitt á þriðju brautskráningu skólans á árinu. Að þessu sinni brautskrást 216 úr grunn- og framhaldsnámi við skólann.

Engin formleg brautskráningarathöfn er haldin þegar skólinn útskrifar kandídata í október ár hvert en þeim býðst í staðinn að sækja prófskírteini sitt í Hátíðasal Aðalbyggingar. Stór hluti útskrifaðra nýtti sér þetta tækifæri og mættu kandídatar prúðbúnir í Aðalbyggingu, sumir hverjir ásamt vinum og vandamönnum til að fagna mikilvægu og góðu verki.

Að þessu sinni brautskráist 81 frá Félagsvísindasviði, 37 frá Heilbrigðisvísindasviði, 43 frá Hugvísindasviði, 35 frá Menntavísindasviði og 20 frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði. Samanlagt eru þetta 216 kandídatar og bætast þeir í hóp 462 kandídata sem brautskráðust í Háskólabíói í febrúar síðastliðnum og 2.779 kandídata sem fögnuðu úskrift í Laugardalshöll í sumar. Skólinn hefur því samanlagt brautskráð 3.457 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi á árinu 2025.

Háskóli Íslands sendir nýbrautskráðum kandídötum innilegustu hamingjuóskir með áfangann og óskar þeim alls hins besta í því sem nú tekur við.

Brautskráningarkandídat