Skip to main content
21. nóvember 2025

Kosin í eftirfylgninefnd Árósasamningsins

Kosin í eftirfylgninefnd Árósasamningsins - á vefsíðu Háskóla Íslands

Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands, var þann 19. nóvember kosin í eftirfylgninefnd Árósasamningsins (Aarhus Convention Compliance Committee) á 8. fundi samningsaðila. Í nefndinni, sem sett var á laggirnar 2002 í samræmi við 15. gr. samningsins, eiga sæti 9 einstaklingar sem hafa það hlutverk að fjalla um og taka afstöðu til kvartana og erinda, m.a. frá einstaklingum, sem varða skyldur samningsaðila samkvæmt samningnum.

Árósasamningurinn var samþykktur 1998

en hann kveður á um aðgang að upplýsingum, þátttöku almennings í ákvarðanatöku og aðgang að réttlátri málsmeðferð í umhverfismálum. Samningurinnöðlaðist gildi 2001. Auk Evrópusambandsins eiga 47 ríki aðild að samningnum, þ.m.t. Ísland.

Nánari upplýsingar um samninginn og eftirfylgninefndina er að finna hér.

Aðalheiður Jóhannsdóttir