Skip to main content

Nýsköpun og viðskiptaþróun

Nýsköpun og viðskiptaþróun

Félagsvísindasvið

Nýsköpun og viðskiptaþróun

MS – 120 einingar

Í meistaranámi í nýsköpun og viðskiptaþróun fá nemendur góðan undirbúning fyrir nýsköpun í fjölbreyttu samhengi.

Námsleiðin er unnin í samvinnu Viðskiptafræðideildar og Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideildar.

Skipulag náms

X

Stjórnun nýsköpunar (VIÐ307F)

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í stjórnun nýsköpunar hvort sem um er að ræða þróun vöru, tækni eða þjónustu. Í námskeiðinu verður rætt um eðli nýsköpunar og hvernig hægt er að skapa henni sem best umhverfi og þá um leið stýra henni. Jafmframt verður veitt innsýn í opinbera styrki til fjármögnunar nýsköpunarverkefna. Námskeiðið mun hvorutveggja fást við hagnýt úrlausnarefni sem og rannsóknir sem gerðar hafa verið á umhverfi og stjórnun nýsköpunar.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Daði Már Steinsson
Sveinn Óskar Hafliðason
Arnar Jónsson
Berglind Blomsterberg
Daði Már Steinsson, eigandi Nordic Green Travel
MS í Nýsköpun og viðskiptaþróun

Í BS námi mínu fór ég með viðskiptahugmynd í Gulleggið þar sem ég kynntist fyrir alvöru nýsköpunarumhverfinu á Íslandi. Í framhaldi þess stofnaði ég fyrirtæki, ferðaskrifstofuna Nordic Green Travel. Þegar kom að því að velja mér MS nám kom ekkert annað til greina en Nýsköpun og viðskiptaþróun þar sem það passaði fullkomlega við mitt áhugasvið. Helsti kostur námsins fyrir mig var að námið kenndi mér að nýta hin ýmsu tól til þess að taka nýjar viðskiptahugmyndir, litlar sem stórar, og þróa þær áfram með sem bestum árangri. Á meðan á náminu stóð gat ég svo nýtt þá þekkingu sem þar varð til og þróað fyrirtækið mitt áfram samhliða. Mér fannst frábært hvað nemendurnir komu úr mörgum mismunandi áttum. Þetta skapaði ákveðna stemmningu í hópnum þar sem við fengum ótal sjónarhorn á verkefnin. Kennararnir eru svo frábærir í sínu fagi sem gerir námið enn skemmtilegra.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Viðskiptafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram    Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.