Skip to main content

Norrænt meistaranám í öldrunarfræðum, NordMaG

Norrænt meistaranám í öldrunarfræðum, NordMaG

Félagsvísindasvið

Norrænt meistaranám í öldrunarfræðum (ekki tekið inn í námið 2025-2026)

MA – 120 einingar

Samnorrænt meistaranám í öldrunarfræðum (NordMaG) er 120 eininga þverfaglegt nám sem fer fram í þremur löndum: í Svíþjóð, Noregi og á Íslandi.

Sérstök áhersla er lögð á að kynna nemendum norræna öldrunarþjónustu og gera þá hæfari til að taka þátt í norrænu rannsóknasamstarfi. Fjarnám að mestu eða hluta. 

Skipulag náms

X

Öldrunarfræði: Stefnumótun og þjónusta (ÖLD102F)

Markmið námskeiðsins er að kynna öldrunarfræði sem þverfaglega fræðigrein með aðaláherslu á félagslega öldrunarfræði. Hugmyndafræði fræðigreinarinnar, helstu rannsóknir og rannsóknaraðferðir verða kynntar. Fjallað verður um félagslega, sálræna og líffræðilega öldrun og áhrif þess að eldast á einstaklinga og umhverfi þeirra. Kynntar verða helstu kenningar öldrunarfræðinnar og fjallað um áhrif þeirra á stefnumótun í öldrunarþjónustu. Áhersla verður lögð á að dýpka þekkingu þátttakenda um málefni aldraðra með það að markmiði að gera þá hæfari til að vinna með öðrum starfsstéttum að velferðarmálum aldraðra.

Lotukennsla. Námskeiðið verður kennt í staðlotum. Skyldumæting er í staðlotur. 

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Álfhildur Hallgrímsdóttir
Álfhildur Hallgrímsdóttir
Norrænt meistaranám í öldrunarfræðum

Örlögin höguðu því þannig, að ég fór að vinna innan öldrunargeirans hjá Reykjavíkurborg eftir að hafa lokið BA námi í félagsfræði frá HÍ ásamt kennsluréttindum. Frá byrjun varð mér ljóst, að til að fá innsýn í hugmyndafræðina að baki öldrunarþjónustu og að geta tekist á við breytilegar áherslur og áskoranir í starfi varð ég að afla mér aukinnar þekkingar.  Eftir að ég frétti af þverfaglegu námi í öldrunarfræðum við félagsráðgjafardeild HÍ uppgötvaði ég mína hillu. Upphaflega hugsaði ég þetta sem endurmenntun og stefndi á diplómanám. Þar sem námið hentaði einkar vel með fullri atvinnuþátttöku og reyndist mér afar ánægjulegt og starfseflandi lauk ég á endanum samnorrænu meistaranámi í öldrunarfræðum. Eitthvað það besta sem ég hef gert fyrir sjálfa mig!  Skemmtilegast fannst mér að kynnast og vera samferða alls kyns fagaðilum í náminu, eins og t.d. hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, félagsráðgjöfum, sálfræðingum og guðfræðingum, og jafnframt að fá tækifæri til að sækja námskeið á hinum Norðurlöndunum.

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Félagsráðgjafardeild á samfélagsmiðlum

 Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.