Skip to main content

Kynja- og margbreytileikafræði - Lokapróf á meistarastigi

Kynja- og margbreytileikafræði - Lokapróf á meistarastigi

Félagsvísindasvið

Kynja- og margbreytileikafræði

Lokapróf á meistarastigi – 60 einingar

Eins árs nám á meistarastigi í kynjafræði er nám fyrir öll þau sem láta sér annt um réttlæti, jafnrétti og lýðræðislega þátttöku allra.

Skipulag náms

X

Almenn kynjafræði (KYN101F)

Í námskeiðinu er fjallað um helstu viðfangsefni kynjafræða í ljósi margbreytileika nútímasamfélaga. Kynjafræðilegu sjónarhorni er beitt til að gefa yfirlit yfir stöðu og aðstæður ólíkra hópa í samfélaginu. Fjallað er um upphaf og þróun kvennabaráttu og kynjafræða. Kynnt verða helstu hugtök kynjafræða svo sem kyn, kyngervi, eðlishyggja og mótunarhyggja. Skoðað er hvernig kyn er ávallt samtvinnað öðrum samfélagslegum áhrifabreytum.

Kennslufyrirkomulag: Námið byggir á vendikennslu sem þýðir að allir fyrirlestrar verða aðgengilegir á Canvas. Stað- og fjarnemar mæta vikulega í umræðutíma í háskólanum eða á Teams og netnemar taka vikulega þátt í umræðum á Canvas.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar
Þorsteinn Einarsson
Ragnheiður Davíðsdóttir
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir
MA í kynjafræði

Ég skráði mig í MA í kynjafræði haustið 2013 eftir að hafa verið grunnskólakennari í nokkur ár. Jafnrétti er ein af grunnstoðum menntunar en þó upplifði ég að almennt væri skortur á þekkingu og færni til að jafnréttismálum væri vel sinnt í skólakerfinu. Mig langaði því að dýpka þekkingu mína og finna leiðir til að miðla henni til annarra í skóla- og frístundastarfi.  
Það er óhætt að segja að kynjafræðinámið stóðst allar mínar væntingar og meira til. Námið er bæði fjölbreytt og skemmtilegt og það krefur nemendur um að líta inn á við og rýna tilveru sína á nýjan hátt. Helsti kostur kynjafræðinámsins er samþætting á fræðilegri þekkingu og hagnýtingu. Hver og einn getur aðlagað innihald námsins að sínum vettvangi, því sjónarhorn kynjafræðinnar má máta við öll viðfangsefni daglegs lífs. Í starfi mínu sem verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkur nýti ég verkfærin sem ég öðlaðist í náminu á hverjum einasta degi í þágu barna og unglinga borgarinnar. 

Hafðu samband

Nemenda- og kennsluþjónusta Félagsvísindasviðs er á
Þjónustutorgi í Gimli
s. 525 4500 
Netfang: nemFVS@hi.is

Opið virka daga frá 09:00 - 15:00 
Gimli - Sæmundargötu 10, 102 Reykjavík

Bóka viðtal við nemenda- og kennsluþjónustu Félagsvísindasviðs

Stjórnmálafræðideild á samfélagsmiðlum

 Instagram   Facebook

Gimli, Háskóli Íslands

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.