Skip to main content

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði

Menntavísindasvið

Alþjóðlegt nám í menntunarfræði

MA gráða – 120 einingar

Námið opnar nýjar leiðir fyrir nemendur sem hafa áhuga á alþjóðlegri sýn á viðfangsefni uppeldis- og menntunarfræði eða hafa áhuga á að vinna með vaxandi hópi innflytjendabarna og tvítyngdra barna á Íslandi.

Námið fer fram á ensku og hafa nemendur komið víða að úr heiminum. Með alþjóðlegu námi í menntunarfræði er brugðist við þróun fjölmenningarsamfélags og hnattvæðingu.

Skipulag náms

X

Mannréttindi: Efling félags- og vistfræðilegrar velferðar (UME011M)

Þverfaglegt mannréttindanámskeið þar sem áhersla er lögð á að beita mannréttindasjónarhorni sem tæki til að knýja fram umbætur í félags- og velferðarmálum. Með því að rýna á heildstæðan og gagnrýninn hátt ríkjandi kerfi og ferla sem skapa og viðhalda ójöfnuði, mismunun og útilokun, er ætlunin að styðja við og auka þekkingu og leikni í að stuðla að uppbyggingu friðsamlegra samfélaga, án aðgreiningar.  

 

Í námskeiðinu er lögð áhersla á að nota gagnrýna mannréttindanálgun til að virkja nemendur í umræðum um félags- og velferðarmálefni í nútímasamfélagi. Nemendur greina viðfangsefni í nærsamfélagi sínu og alþjóðasamfélaginu með aðferðum tilviksrannsókna. Viðfangsefnin geta til að mynda tengst hælisleitendum og flóttafólki, fötlun, kynferði, fátækt, kynhneigð eða samþættingu framangreindra þátta.  

 

Nemendur fá æfingu í að rýna viðfangsefni á gagnrýninn hátt og tækifæri til að staðsetja sig og skoðanir sínar með tilliti til áskoranna samtímans. Áhersla verður lögð á samskipti og umræður, sjálfsígrundun, mikilvægi inngildingar og gagnrýna kennslufræði til að tryggja umbreytandi og þvermenningarlega námsaðferð.   

 

Námskeiðið er kennt bæði á íslensku og ensku og áhersla lögð á hugmyndafræði algildrar hönnunar þannig að tekið sé tillit til ólíkra þarfa nemenda hvað varðar tungumál, menningarlegan bakgrunn, fötlun og nauðsynlega aðlögun námsefnis. Námsefni sem byggt verður á í námskeiðinu (ritað efni, mælt mál og sjónrænt efni) verður aðgengilegt bæði á íslensku og ensku, með texta og í auðlesnu formi. Námsefnið mun endurspegla alþjóðlega nálgun á mannréttindum og byggja á hugmyndum fræðimanna, fólks af vettvangi og aðgerðasinna.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá
X

Fagmennska í menntun (INT004M)

Á námskeiðinu er lögð áhersla á umræður og hugleiðingar um hugtakið fagmennsku og tengd hugtök. Þróun og áhrifaþættir fagmennsku verða skoðuð, t.d. fagleg umboð (áhrif ríkisvalds og stefnumótunaraðila), áhrif hagaðila, fagaðila og starfssviða. Ýmis mikilvæg hugtök eins og „samvinnu fagmennska“ og „lýðræðisleg fagmennska“ verða greind. Enn fremur verður lögð áhersla á hvernig fagmanneskjan þróast og hvað hefur áhrif á faglega sjálfsmynd hennar. Hugmyndafræðin um fagleg námssamfélög verður skoðuð og hvað einkennir slík samfélög.

Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, umræðutímum, lestri og verkefnavinnu. Námskeiðið er kennt á ensku.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Karolina Kunceviciute
Karolina Kunceviciute
Alþjóðlegt nám í menntunarfræðum

The International Studies in Education program is a great choice for those who are interested in the field of education and diversity. The teaching community is highly professional, friendly, supportive and gives attention to every student. There are interesting courses, innovative teaching methods and peers from all over the world. Being part of this very diverse student body is a good opportunity to learn about different educational systems, to meet interesting people and to gain an enriching academic experience.  

Hafðu samband

Kennsluskrifstofa Menntavísindasviðs

1. hæð, Stakkahlíð – Enni
s. 525 5950 mvs@hi.is

Opið kl. 8.15 – 15.00 alla virka daga

Fylgstu með Menntavísindasviði

 Instagram   Youtube 
 Facebook

Stakkahlíð

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.