Skip to main content

Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði - Undirbúningsnám

Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði - Undirbúningsnám

Heilbrigðisvísindasvið

Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði

Undirbúningsnám –

Námsleið fyrir þau sem hyggjast sækja um ljósmóðurfræði til starfsréttinda (MS). Einnig fyrir nemendur sem stefna á framhaldsnám og eru með íslenskt hjúkrunarleyfi en hafa lokið erlendu háskólaprófi í hjúkrunarfræði sem ekki telst sambærilegt íslensku BS prófi og þurfa að ljúka tilteknum forkröfunámskeiðum áður.

Skipulag náms

X

Kynheilbrigði (HJÚ825G)

Í námskeiðinu kynnast nemendur hugmyndafræði  kynheilbrigðis og skoða mikilvæga þætti er varða kynheilbrigði einstaklingsins, parsins og hvernig samfélagið getur haft mótandi áhrif á kynheilbrigði fólks. Jafnframt skyggnast nemendur inn í margvíslega áhrifaþætti á kynheilbrigði eins og barneign, ófrjósemi, sjúkdóma og meðferð þeirra sem geta raskað eðlilegri starfsemi líkamansog haft áhrif á líðan. Námskeiðinu er ætlað að efla nemendur i að sinna kynheilbrigðismálum með því að gefa þeim góðan þekkingarlegan grunn, gefa þeim tækifæri til að æfa sig að ræða um kynheilbrigðismál og æfa sig í að fræða aðra um kynheilbrigði.

Öll fög eru skyldufög nemaVValfagBBundið val er háð skilyrðum ENámskeiðið er ekki kennt á misserinuNámsleiðin í Kennsluskrá

Hvað segja nemendur?

Rakel Haraldsdóttir
Þórunn Friðriksdóttir
Rakel Haraldsdóttir
Hjúkrunarfræði, BS

Ég íhugaði það að fara í hjúkrunarfræði beint eftir menntaskóla en ákvað að fara aðra leið. Seinna fór ég að vinna á Landspítalanum og kynntist starfi hjúkrunarfræðinga betur og hugsaði oft með mér að ég hefði átt að læra þetta en fannst 4 ára námið aðeins of langt til að ég gæti skráð mig í það. Ég var svo ekki lengi að hugsa mig um þegar ég sá tækifæri til þess að taka sama námið á fljótari yfirferð. Það hefur komið mér á óvart hvað námið er fjölbreytt, en það endurspeglar auðvitað bara hve fjölbreytt störf hjúkrunarfræðinga eru. Ég er mjög ánægð með að boðið sé uppá þessa leið og vona að þessi valkostur sé kominn til að vera, enda góður hópur með fjölbreyttan bakgrunn sem stundar námið.

Hafðu samband

Skrifstofa Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is

Opið virka daga frá kl. 9 - 14

Við erum á Facebook

""

Hjálplegt efni

Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.