Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði - Undirbúningsnám


Forkröfur fyrir hjúkrunarfræði eða ljósmóðurfræði
Undirbúningsnám –
Námsleið fyrir þau sem hyggjast sækja um ljósmóðurfræði til starfsréttinda (MS). Einnig fyrir nemendur sem stefna á framhaldsnám og eru með íslenskt hjúkrunarleyfi en hafa lokið erlendu háskólaprófi í hjúkrunarfræði sem ekki telst sambærilegt íslensku BS prófi og þurfa að ljúka tilteknum forkröfunámskeiðum áður.
Skipulag náms
Kynheilbrigði (HJÚ825G)
Í námskeiðinu kynnast nemendur hugmyndafræði kynheilbrigðis og skoða mikilvæga þætti er varða kynheilbrigði einstaklingsins, parsins og hvernig samfélagið getur haft mótandi áhrif á kynverund mannsins. Einnig kynnast nemendur margvíslegum áhrifaþáttum á kynheilbrigði eins og og sjúkdóma sem geta raskað eðlilegri starfsemi líkamans og haft áhrif á náin sambönd og kynferðislega velllíðan. Námskeiðinu er ætlað að efla nemendur í að sinna kynheilbrigðismálum með því að gefa þeim góðan þekkingarlegan grunn út frá máttarstólpum sem varða réttindi kynverundar, veita nemendum tækifæri á að æfa sig að ræða og veita stuðning og fræðslu um kynlífstengd málefni.
Áhersla er lögð á að nemendur glöggvi sig á megin áhrifavöldum í mótun kynverundar og hvernig þeir geti sýnt skilning og víðsýni gagnvart ólíkum þörfum og sjónarmiðum skjólstæðinga sinna.
Ætlast er til að nemendur noti umræðuvef námskeiðsins og skili verkefnum rafrænt. Svo kennslustundir nýtist nemendum sem best og nemandi geti verið virkur í umræðutímum, er nemendum bent á að koma undirbúnir í allar kennslustundir.
Konur, heilsa og samfélag (HJÚ828G)
Námskeiðið fjallar um konur heilsu og samfélag. Fjallað er um líffræðilega, sál-/félags- og umhverfislega þætti sem hafa áhrif á heilbrigði kvenna. Pólitísk stefnumótun og hugmyndir um heilbrigði og skoðaðar í kynjafræðilegu samhengi. Unnið er út frá heildrænu sjónarmiði um æviskeiðin og fjallað um áhrif lífsviðburða, sjúkdóma og lyfja. Í námskeiðinu er einnig fjallað um sérhæfða líffæra- og lífeðlisfræði kvenna og barneignarferli, algenga kvensjúkdóma og helstu hugtök í erfðafræði og litningarannsóknum í tengslum við meðgöngu.
Hafðu samband
Skrifstofa Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideildar
Eirberg, 1. hæð, Eiríksgata 34
101 Reykjavík
Sími 525 4960
hjukrun@hi.is
Opið virka daga frá kl. 9 - 14

Hjálplegt efni
Ertu með fleiri spurningar? Hér finnurðu svör við ýmsum þeirra og upplýsingar um ýmislegt annað sem gott er að hafa í huga þegar þú velur nám.

