Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands 2023
Aðalbygging
Hátiðasalur
Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands 2023 verða afhent mánudaginn 22. maí kl. 9-10.30 í Hátíðasal Aðalbyggingar skólans.
Viðburðurinn er öllum opinn en verður einnig sendur út í streymi.
Verðlaunin, sem hétu áður Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands, eru nú veitt í 25. sinn en keppnin er samstarfsverkefni Háskóla Íslands, Árnason|Faktor og Auðnu-tæknitorgs.
Veitt verða verðlaun fyrir bestu hugmyndirnar í í fjórum flokkum: Heilsa og heilbrigði, Tækni og framfarir, Samfélag og Hvatningarverðlaun auk þess sem sigurvegari keppninnar verður valinn úr hópi verðlaunahafa úr ofangreindum flokkum.
Viðburðurinn er hluti af nýsköpunarvikunni Iceland Innovation Week 2023.
Vísinda- og nýsköpunarverðlaun Háskóla Íslands 2023 verða afhent mánudaginn 22. maí kl. 9-10.30 í Hátíðasal Aðalbyggingar skólans.