Viltu efla hæfni þína til að kenna í fjölbreyttu háskólasamfélagi?

Setberg
Suðurberg (3ja hæð)
Viltu efla hæfni þína til að kenna í fjölbreyttu háskólasamfélagi, stuðla að jöfnuði og skapa öruggt og inngildandi námsumhverfi? Í þessari hagnýtu vinnustofu kynnum við hugmyndafræðina um aðgengi og jafnrétti í námi í víðu samhengi.
Við skoðum hvernig kennarar geta aukið meðvitund sína og þróað kennslufærni sem mætir þörfum fjölbreyttra nemendahópa, þar á meðal fatlaðra nemenda og nemenda með ýmsar greiningar og námslegar áskoranir. Í þessari hagnýtu vinnustofu kynnum við hugmyndafræðina um aðgengi og jafnrétti í námi í víðu samhengi. Við skoðum hvernig kennarar geta aukið meðvitund sína og þróað kennslufærni sem mætir þörfum fjölbreyttra nemendahópa, þar á meðal fatlaðra nemenda og nemenda með ýmsar greiningar og námslegar áskoranir.
Við rýnum í bæði áþreifanlegt og stafrænt aðgengi og leggjum sérstaka áherslu á að útvíkka hugtakið „aðgengi“ þannig að það nái til allra þátta náms og kennslu. Unnið verður með hugtökin viðeigandi aðlögun (e. reasonable accommodation) og jafnræðisregluna, og fjallað um hvernig megi samþætta þau í heildarskipulag kennslu.
Einnig verður skoðað hvernig þessir þættir birtast í háskólastarfi, bæði meðvitað og ómeðvitað, og hvaða leiðir er hægt að fara til að takast á við áskoranir sem tengjast fjölbreyttum nemendahópum.
Á vinnustofunni tökum við fyrir raunveruleg dæmi um fjölbreytta nemendur þar sem þátttakendur vinna með hagnýt raundæmi til að efla kennslufærni sína í anda inngildandi hugmyndafræði. Við gerum æfingar sem hvetja til uppbyggilegrar samræðu, efla skilning á fjölbreytileika og gera hann að styrk í kennslunni. Einnig skoðum við hvernig má samþætta ólíkar nálganir og sjónarhorn til að styðja við lausnamiðaða kennsluhætti.
Sjá dagskrá í heild á jafnréttisdagar.is.
—
Upplýsingar um aðgengi: Gott aðgengi. P-stæði, rafmagnsopnun og lyfta. Færanleg borð og stólar, ekki halli á sal. Aðgengileg salerni á 3. hæð, og ókyngreind salerni á öllum hæðum.
Jafnréttisdagar
