Skip to main content

Stelpur í stjörnufræði

Stelpur i stjornufraedi
Hvenær 
22. janúar 2026 20:00 til 21:00
Hvar 

Veröld - Hús Vigdísar

Stofa 023

Nánar 
Öll velkomin

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands og formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness flytur fyrirlesturinn Stelpur í stjörnufræði.

Ágrip:

Við stjörnuathugunarstöðina í Harvard störfuðu um langt skeið stór hópur kvenna við útreikninga og mælingar á stjarnfræðilegum gögnum. Undir lok 19. aldarinnar voru gæði stjarnfræðilegra mælitækja orðin slík að hægt var að taka mikið magn ljósmynda og litrófsmælinga af stjörnuhimninum. Gagnasafnið sem varð til var gríðar umfangsmikið og þurfti mikinn mannskap til að vinna úr því. Útsjónarsamur stjórnandi stjörnuathugunarstöðvarinnar réði hóp kvenna til úrvinnslunar. Hann taldi konur vel til þess fallnar að vinna slíka nákvæmnisvinnu, en ekki síður var tímakaupið þeirra var lægra en til karla á þessum tíma og því hægt að ráða fleiri starfskonur fyrir sama pening. Konurnar sem völdust til starfanna voru margar hverjar menntaðar á sviði stjarnvísinda og áttu nokkrar þeirra eftir að skara fram úr á sínum sviðum og bylta heimsmynd okkar. 

Þrjár konur og afrek þeirra verða tekin fyrir í þessum fyrirlestri: Annie Jump Cannon, Cecilia Payne Gaposchkin og Henrietta Swan Leavitt. Annie Jump Cannon var kölluð skrásetjari himinsins, en hún flokkaði hundruð þúsunda stjarna og bjó til flokkunarkerfi sem er enn við lýði í dag. Cecilia Payne Gaposchkin varð fyrst kvenna deildarforseti við Harvard háskóla og uppgötvaði að sólin eru að langmestu leyti úr vetni og helíumi, þvert á tilgátur þess tíma. Henrietta Swan Leavitt rannsakaði breytistjörnur sem kallast sefítar og uppgötvaði grundvallarlögmál í stjarneðlisfræði sem gerir okkur kleift að reikna fjarlægðir til annarra stjarna.