Skip to main content

Stefnumót við gervigreind

Stefnumót við gervigreind - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
16. október 2023 14:30 til 17:00
Hvar 

Stakkahlíð / Háteigsvegur

Bratti, Stakkahlíð

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Menntavísindasvið HÍ í samstarfi við Skóla - og frístundasvið Reykjavíkurborgar býður þér á Stefnumót við gervigreind í menntun.

Á stefnumótinu kynnumst við hvernig gervigreindin getur nýst í menntun og skoðum hagnýtingu hennar, takmörk og mennskuna.

Viltu kynnast því hvernig nemendur, kennarar og annað skólafólk notar gervigreindina í menntun og fræðslu? Taktu þátt í umræðu um hvernig tæknin gæti breytt námi og hvernig hún er nú þegar farin að nýtast í stofunni. Meðal annars sem fjallað verður um er hagnýting gervigreindarforrita í kennslu, skapandi notkun á gervigreind og gagnaöryggi.

Hvenær: Mánudaginn 16. október kl.14:30 - 17:00   

Hvar: Bratti á Menntavísindasviði HÍ og í streymi*

Aðgangur er ókeypis

Stefnumótið skiptist í tvennt:

14:30 - 16:00: Erindi í Bratta á Menntavísindasviði HÍ (á stað og á Zoom)

16:00 - 17:00: Stefnumót við allskonar vinkla á notkun gervigreindar í námi í stofum (á stað) *Stefnumót er notað til að ná utan um fjölbreyttar leiðir sem þú getur kynnst gervigreind á viðburðinum. Hægt verður að prófa gervigreindartól, ræða um hagnýtingu eða kynna sér hvaða möguleikar eru í boði.

Til að viðburður nýtist sem best biðjum við þig að fylla út spurningar sem tengjast væntingum um og hvort það sé eitthvað sem þú getur deilt með skólasamfélaginu.

Skráning hér

Skráningu lýkur fimmtudaginn 12. október kl.11:59. *Hlekkur á Zoom verður sendur út að morgni viðburðar fyrir þá sem merkja við að mæta þangað.

Fyrirspurnir sendast á: hildurarna@hi.is eða oddstu@hi.is

Nánari dagskrá:

14:30 - 16:00 - Bratti:  Erindi má sækja á stað í Bratta í Stakkahlíð eða á Zoom
14:30 - 14:35: STEFNUMÓTIÐ SETT - Oddur Sturluson, verkefnastjóri á MVS HÍ
14:35 - 14:50: ER GERVIGREIND ÓGN VIÐ MENNSKUNA? - Eyja Margrét Jóhönnu Brynjarsdóttir, prófessor við HÍ 
14:50 - 15:05: GERVIGREIND Í SKÓLASTARFI OG PERSÓNUVERND - Inga Amal Hasan, Persónuvernd
15:05 - 15:20: TÍMINN LÍÐUR HRATT Á GERVIGREINDARÖLD - Ragnar Þór Pétursson, grunnskólakennari Norðlingaskóla

15:20 - 15:35: HAGNÝTING GERVIGREINDAR Í KENNSLU: REYNSLA NÝJUNGAGJARNA KENNARANS- Loftur Árni Björgvinsson, framhaldsskólakennari Fjölbrautaskóla Snæfellinga 

15:35 - 15:55: Pallborðsumræður með fyrirlesurum

Ítarlegri dagskrá um inntak erinda má sjá á https://bit.ly/stefnumotvidgervigreind

.

Stefnumót við gervigreind