Stafræni Háskóladagurinn í HÍ 2022
Á netinu
Háskóli Íslands kynnir allt framboð sitt í grunnnámi á Stafræna háskóladeginum, laugardaginn 26. febrúar 2022 milli klukkan 12 og 15.
Komdu á haskoladagurinn.is eða á HI.is og kynntu þér spennandi háskólanám sem opnar þér leiðina út í atvinnulífið.
Spurðu nema um námið
HÍ hefur tekið upp einfalt og öflugt spjallkerfi sem býður upp á persónulegt netspjall allra sem hafa áhuga á námi við nema í öllum námsleiðum í grunnnámi. Þú finnur einfaldlega nemanda í þeirri námsleið sem heillar þig og spyrð svo eins og þig lystir. Þú kemst í samtal við nemendur bæði frá vefsíðu námsleiðanna sem þú ert að skoða og á síðunni Spurðu nema um námið. Nemar HÍ eru reiðubúnir að svara spurningum og spjalla um hvaðeina sem snertir námsleiðirnar, félagslífið, kennara, aðstöðu og margt fleira.
Hvort sem þú ert á haskoladagurinn.is eða á HI.is þá er einfalt að leita að námi við hæfi. Þú smellir svo bara á þá námsleið sem vekur áhuga þinn og bein leið er inn í netspjallið.
Á síðu hverrar námsleiðar er einnig hægt að lesa nánar um námið sjálft og horfa á myndband þar sem farið er yfir margt sem einkennir hverja námsleið, mögulegt framhaldsnám, atvinnutækifæri, valfög og fleira.
Á Stafræna háskóladeginum verður einnig hægt að fá upplýsingar um skiptinám, umsóknarferli, fá ráð um val á námi, spjalla við Stúdentaráðsliða og allskyns aðra þjónustu. Það er auðvelt að tengjast netspjalli HÍ með því að smella á spjallgluggann neðst til hægri á HI.is. Þar velurðu að spjalla við fulltrúa frá náms- og starfsráðgjöf, þjónustuborði, nemendaskrá, alþjóðasviði, upplýsingatæknisviði eða einhverju af fræðasviðum skólans.
Í spjallkerfinu má einnig komast í samband við Stúdentaráð og Félagsstofnun stúdenta sem sér um stúdentagarðana, leikskóla stúdenta, veitingastaði og margt fleira.
Við bjóðum líka upp á göngu um háskólasvæðið næstu vikurnar en þar getur þú kynnst svæðinu betur í fylgd með nemendum skólans og kíkt inn í allar helstu byggingar. Ekki hika við að bóka þig og vini þína í Háskólagönguna.
Á Stafræna háskóladeginum færðu frábært tækifæri til þess að kynna þér fjölbreytt námsframboð HÍ í grunnnámi og eiga gott spjall við þau sem þekkja námið best, nemendur Háskóla Íslands.
Stafræni Háskóladagurinn er samvinnuverkefni allra háskóla á Íslandi.
Stafræni Háskóladagurinn 26. febrúar 2022