Skálholt – bókmenntamiðstöð Brynjólfs biskups

Edda
Margrét Eggertsdóttir flytur fyrirlestur í Eddu kl. 13 laugardaginn 7. febrúar í tengslum við sýninguna Heimur í orðum. Öll velkomin.
Nánar um efni fyrirlestrarins
Sautjánda öldin er eins konar stökkpallur milli miðalda og nútímans vegna þess mikla áhuga á fornum norrænum fræðum sem þá vaknaði.
Á dögum Brynjólfs biskups Sveinssonar (1605–1675) var Skálholt menningarmiðstöð þar sem handritum var safnað, þau skrifuð upp, send úr landi, lánuð og gefin auk þess sem Brynjólfur átti sjálfur fjöldann allan af prentuðum bókum. Á sýningunni í Eddu eru allmörg handrit sem tengjast Brynjólfi.
Það sem gerir bækur áhugaverðar er fólkið sem átti þær, bjó þær til, las þær, gaf þær og lánaði öðrum. Bækur og handrit eru vitnisburður um lifandi manneskjur sem sóttu þangað fróðleik, skemmtun, gleði og huggun. Í erindinu verður fjallað um Brynjólf biskup og það lykilhlutverk sem hann gegndi í íslenskri menningarsögu.
Það sem gerir bækur áhugaverðar er fólkið sem átti þær, bjó þær til, las þær, gaf þær og lánaði öðrum. Bækur og handrit eru vitnisburður um lifandi manneskjur sem sóttu þangað fróðleik, skemmtun, gleði og huggun. Í erindinu verður fjallað um Brynjólf biskup og það lykilhlutverk sem hann gegndi í íslenskri menningarsögu.
