Ráðstefna um loftslagsmál
Háskólatorg
Stofa 102
Ráðstefna um loftslagsmál verður haldin föstudaginn 1. mars á vegum Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands.
Á almennum vettvangi er mikið rætt um þá ógn sem stafar af hnattrænni hlýnun vegna aukins koltvíoxíðs í andrúmslofti, loftslagsbreytingum henni samfara og áhrifum þeirra á veðurfar og vistkerfi okkar. Um þetta verður fjallað á ráðstefnunni og leitast við að útskýra hina eðlis- og efnafræðilegu ferla sem stýra loftslaginu á Jörðinni.
Ráðstefnan verður haldin í stofu 102 á Háskólatorgi. Hún hefst kl. 13:00 og lýkur um kl. 17:00.
Fundarstjóri: Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.
DAGSKRÁ
13:00 Ráðstefnan sett. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherra umhverfis- og auðlindamála.
13:10 Jón Atli Benediktsson rektor HÍ flytur ávarp.
13:15 Stefnumótun og skuldbindingar í loftslagsmálum. Helga Barðadóttir, sérfræðingur, umhverfis- og auðlindaráðuneyti.
13:30 Orkuójafnvægi jarðkerfisins og hlýnun heimshafanna. Júlíus Sólnes, prófessor emerítus við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild.
13:45 Kolefnisbúskapur jarðar. Sigurður Reynir Gíslason, vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans.
14:00 The climate of the Earth during the last one million years. Steffen Mischke, prófessor við Jarðvísindadeild.
14:15 Áhrif eldgosa á loftslag. Hera Guðlaugsdóttir, loftslagssérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.
14:30 Jöklar á hverfanda hveli. Helgi Björnsson, prófessor emerítus við Jarðvísindadeild.
14:45 — 15:30 Kaffihlé.
15:30 Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á hafstrauma og sjávarstöðu. Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur á Veðurstofu Íslands.
15:45 Súrnun sjávar og vistkerfi hafsins. Hrönn Egilsdóttir, sjávarvistfræðingur við Hafrannsóknastofnun.
16:00 Áhrif loftslagsbreytinga á land; skriðuföll og önnur náttúruvá. Þorsteinn Sæmundsson, jarðfræðingur og aðjúnkt við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild og verkefnisstjóri hjá Raunvísindastofnun.
16:15 Gróður og vistkerfi í hlýnandi loftslagi. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.
16:30 Áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi straumvatna. Gísli Már Gíslason, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.
16:45 Ráðstefnuslit. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor við Líf- og umhverfisvísindadeild.
17:00 Léttar veitingar.
Ráðstefna um loftslagsmál