Ráðstefna Þjóðarspegilsins 2023
Háskólasvæðið
Árleg ráðstefna Þjóðarspegilsins verður haldin 2. og 3. nóvember 2023 á háskólasvæðinu.
Ráðstefnan er vettvangur fyrir virkt samtal við samfélagið utan veggja háskólanna. Ráðstefna Þjóðarspegilsins veitir fræðafólki, sérfræðingum og öðrum tækifæri til að deila þekkingu, læra hvert af öðru, efla fagleg tengsl og samstarf á sviði félagsvísinda. Ráðstefnan er opin öllum sem hafa áhuga á félagsvísindum og er þátttakendum og öðrum áhugasömum að kostnaðarlausu.
Opnunardagskrá fimmtudaginn 2. nóvember:
Opnun ráðstefnunnar verður frá kl. 15:00 til 16:30, fimmtudaginn 2. nóvember, í Hátíðasal Aðalbyggingar Háskóla Íslands. Viðburður verður einnig í streymi.
Stefán Hrafn Jónsson,
forseti Félagsvísindasviðs, setur ráðstefnuna
Hulda Proppé, rannsóknastjóri Félagsvísindasviðs:
Mikilvægi ráðstefnu Þjóðarspegilsins fyrir samfélagið
Opnunarerindi
Sigríður Benediktsdóttir,
lektor við Viðskiptafræðideild: Samspil fasteignalána, peningastefnu og fjármálastöðugleika
Pallborð
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna
Kári Hólmar Ragnarsson, lektor við Lagadeild
Sigríður Benediktsdóttir, lektor Viðskiptafræðideild
Sigurður Jóhannesson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar
Pallborðsumræðum stýrir Gylfi Magnússon, prófessor við Viðskiptafræðideild
Eiginleg dagskrá föstudaginn 3. nóvember:
Málstofur og erindi Þjóðarspegilsins má finna með því að smella hér:
Ráðstefna Þjóðarspegilsins verður haldin 2. og 3. nóvember 2023 á háskólasvæðinu.