Ráðstefna Þjóðarspegilsins

Hvenær
30. október 2025 12:00 til 31. október 2025 18:00
Hvar
Háskóli Íslands
Nánar
Aðgangur ókeypis
Ráðstefna Þjóðarspegilsins er vettvangur fyrir virkt samtal við samfélagið utan veggja háskólanna. Hún veitir fræðafólki, sérfræðingum og öðrum tækifæri til að deila þekkingu, læra hvert af öðru, efla fagleg tengsl og samstarf á sviði félagsvísinda.
Ráðstefnan er haldin einu sinni á ári í húsakynnum Háskóla Íslands og þar er rætt um þau fjölmörgu málefni sem eru efst á baugi innan félagsvísinda. Hún er opin öllum sem hafa áhuga á félagsvísindum og er þátttakendum og öðrum áhugasömum að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar á https://thjodarspegillinn.hi.is/
Ráðstefna Þjóðarspegilsins er vettvangur fyrir virkt samtal við samfélagið
