Skip to main content

Prófessorsfyrirlestur - Margrét Helga Ögmundsdóttir

Prófessorsfyrirlestur - Margrét Helga Ögmundsdóttir - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
15. maí 2025 15:00 til 16:00
Hvar 

Læknagarður

Stofa 343

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Fimmtudaginn 15. maí kl. 15:00 - 16:00 flytur Margrét Helga Ögmundsdóttir sinn prófessorsfyrirlestur í stofu 343, 3. hæð, Læknagarði.

Margrét Helga Ögmundsdóttir fæddist þann 24. janúar 1981. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 2001 og BS-prófi í lífefnafræði frá Háskóla Íslands árið 2005. Margrét Helga lauk doktorsnámi við Oxfordháskóla í Bretlandi árið 2010, þar sem hún rannsakaði efnaskipti krabbameina. Margrét Helga hefur unnið að rannsóknum og kennslu við Háskóla Íslands frá 2011 og snúa rannsóknir hennar að frumu- og sameindalíffræði krabbameina. Hún hefur einkum skoðað tengsl niðurbrots stórsameinda í frumum við myndun og framþróun krabbameina.

Margrét Helga Ögmundsdóttir flytur prófessorsfyrirlestur við Læknadeild Háskóla Íslands fimmtudaginn 15. maí

Prófessorsfyrirlestur - Margrét Helga Ögmundsdóttir