Óteljandi tækifæri til starfsþjálfunar erlendis
Háskólatorg
300
Fulltrúi frá Skrifstofu alþjóðasamskipta kynnir möguleika á styrkjum til starfsþjálfunar eða rannsóknarvinnu í háskólum, fyrirtækjum eða stofnunum í Evrópu. Kynningin fer fram í stofu HT-300 og er öllum opin.
Nemendur geta fengið starfsþjálfunina metna sem hluta af náminu við HÍ, hluta af lokaverkefni eða skráða í skírteinisviðauka. Þannig má einnig brúa bilið milli náms og starfs þar sem hægt er að fara í starfsþjálfun að lokinni brautskráningu frá HÍ.
Nemendur á öllum námsstigum geta farið í starfsþjálfun sem tengist námi þeirra og sótt um Erasmus+ styrk. Meistara- og doktorsnemar geta einnig sótt um Erasmus+ starfsþjálfunarstyrk til að fjármagna rannsóknardvöl erlendis.
Kynningin er haldin í tengslum við Alþjóðadaga HÍ dagana 4.-6. nóvember.
Alþjóðatorgið
Miðvikudaginn 6. nóvember er svo komið að hápunkti Alþjóðadaga á Háskólatorgi milli kl. 11.30-13.00. Þar gefst nemendum kostur á að kynna sér möguleika á námi erlendis, spjalla við fyrrverandi og núverandi skiptinema, fulltrúa frá sendiráðum og fjölmörgum íslenskum stofnunum og félögum. Dans, tónlist og fleira spennandi verður á dagskrá.
Nemendur geta fengið starfsþjálfunina metna sem hluta af náminu við HÍ, hluta af lokaverkefni eða skráða í skírteinisviðauka. Þannig má einnig brúa bilið milli náms og starfs þar sem hægt er að fara í starfsþjálfun að lokinni brautskráningu frá HÍ.