Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni

SAGA Stofa 114 á 1. hæð
Menntavísindasvið Háskóla Íslands býður til opnunarviðburðar Menntakviku 2. október kl. 14:30 - 16:00 í Sögu þar sem staða og framtíð kennaramenntunar á Íslandi verður til umræðu. Áhersla verður á grunnskólastigið sem enn er eina skyldubundna námið á Íslandi. Fundurinn verður í streymi - Nálgast má streymishlekk hér
Dagskrá
Fundarstjóri: Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið.
14.30 - 14.35 Kolbrún Þ. Pálsdóttir, forseti Menntavísindasviðs.
14.35 - 14.40 Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra flytur ávarp.
14.40 - 14.55 Sameiginleg sýn á kennaramenntun á Íslandi? Birna Svanbjörnsdóttir, dósent við Háskólann og Akureyri og Berglind Gísladóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
14.55 - 15:05 Tengsl fræða og starfs í kennaramenntun á Íslandi? Signý Óskarsdóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði.
15:05 - 15:15 Hver er uppskriftin að góðum kennara og hvaða væntingar hafa skólastjórnendur til kennaramenntunar? Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla.
15:15 - 15:25 Innsýn og reynsla kennaranema. Gunnar Ásgrímsson, kennaranemi og formaður sviðsráðs MVS
15.25 - 15.55 - Pallborðsumræður - Anna Kristín Sigurðardóttir, prófessor við Menntavísindasvið HÍ stýrir umræðum.
- Berglind Gísladóttir, dósent við Menntavísindasvið
- Birna M. Svanbjörnsdóttir, dósent við Háskólann á Akureyri
- Signý Óskarsdóttir, doktorsnemi við Menntavísindasvið
- Gunnar Ásgrímsson, kennaranemi og formaður sviðsráðs MVS
- Ómar Örn Magnússon, skólastjóri Hagaskóla
15.55 - 16.00 Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs flytur lokaávarp.
Meðal efnis eru spurningar um hvort til sé sameiginleg sýn á kennaramenntun, hvernig gangi að brúa bil fræða og starfs í náminu, og hvernig kennaramenntun undirbýr nýliða fyrir starf. Fjölbreytt erindi verða flutt og að þeim loknum verða pallborðsumræður.
Markmið fundarins eru að:
- Efla faglega og samfélagslega umræðu um kennaramenntun.
- Kanna hvernig kennaramenntun mætir þörfum skólastarfs í dag.
- Skapa vettvang fyrir samráð milli fræðasamfélags, skóla og stjórnvalda.
- Draga fram áskoranir og tækifæri í þróun kennaranáms.
Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við öll áhugasöm til þátttöku.
Verið hjartanlega velkomin á opnun Menntakviku í Sögu!
Menntavísindasvið Háskóla Íslands býður til opnunarviðburðar Menntakviku 2. október kl. 14:30 - 16:00 í Sögu. Staða og framtíð kennaramenntunar á Íslandi verður til umræðu. Áhersla verður á grunnskólastigið sem enn er eina skyldubundna námið á Íslandi. Um er að ræða opnunarviðburð Menntakviku 2025.
