Nýsköpunarmót álklasans 2019
Aðalbygging
Hátíðarsalur
Nýsköpunarmót Álklasans verður haldið þriðjudaginn 19. mars frá klukkan. 14:00 -17:00 í hátíðarsalnum í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Að mótinu standa Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samál og Álklasinn.
Nýsköpunarmótið er opið öllum og þar verða erindi bæði frá fulltrúum iðnaðarins sem og háskóla- og rannsóknarsamfélagsins.
Þá verða veitt hvatningarverðlaun Álklasans til nemenda á háskólastigi sem vinna að verkefnum tengdum áliðnaðinum.
Dagskráin er sem hér segir:
14:00 Setning
Sigurður Magnús Garðarsson, forseti Verkfræði- og náttúruvísindasviðs Háskóla Íslands
Gísli Hjálmtýsson, sviðsforseti hjá Háskólanum í Reykjavík
Torfi Þórhallsson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands – Snjallvæðing í áliðnaði
Guðmundur Ingi Einarsson, Alcoa Fjarðaál – Sjálfvirk þekjun skauta
Kristján Leósson, DTE - Efnagreining áls í rauntíma
15:10 Kaffihlé - Ísar íslenski álbíllinn til sýnis
Einar Karl Friðriksson, Árnason Faktor - Hugverkavernd í áliðnaði
Leo Blær Haraldsson, Eflu – Varmaendurvinnsla frá Fjarðaáli
Breki Karlsson, HRV – Orka og kolefni, sparnaður sem um munar
Sunna Wallevik, NMÍ, Gerosion – Nýting affalsefna
Guðrún Sævarsdóttir, HR – Straumhönnun fyrir kísilver
Hvatningarverðlaun Álklasans veitt
16:30 Léttar veitingar og spjall
Skráning fer fram hér.
Nýsköpunarmót álklasans 2019