Nám og þjálfun erlendis á eigin vegum - Kynning frá Rannís
Háskólatorg
103
Nemendur geta kynnt sér ótal tækifæri sem Rannís býður upp á til náms og þjálfunar erlendis. Farið verður yfir þá styrki sem nemendur geta sótt um og bent á gagnlegar vefsíður.
Upplýsingastofa um nám erlendis kynnir möguleika og tækifæri í námi erlendis á eigin vegum. Upplýsingastofa veitir upplýsingar um aðgang að námi, umsóknarfresti, tungumálapróf og margt fleira. Upplýsingastofa heldur úti upplýsingavefnum www.farabara.is og auk þess er hægt að fá ráðgjöf í gegnum tölvupóst, síma eða panta viðtalstíma.
Fulltrúi Erasmus fyrir nýja frumkvöðla kynnir styrki og tækifæri fyrir nýja frumkvöðla sem hafa áhuga á að fara erlendis og starfa með reyndari frumkvöðli (www.bit.ly/frumkvodlar).
Einnig kynnir fulltrúi Eurodesk spennandi tækifæri og styrki til náms og þjálfunar erlendis (www.eurodesk.eu). Þá verða kynnt tækifæri fyrir áhugafólk í skapandi greinum.
Kynningin er haldin í tengslum við Alþjóðadaga HÍ dagana 4.-6. nóvember.
Öll velkomin.
Nemendur geta kynnt sér ótal tækifæri sem Rannís býður upp á til náms og þjálfunar erlendis. Farið verður yfir þá styrki sem nemendur geta sótt um og bent á gagnlegar vefsíður.