Morgunverðarfundur um mengun í jarðvegi
Háskólatorg
Stofa 103
Háskóli Íslands og Vatns- og fráveitufélag Íslands (VAFRÍs) bjóða til morgunverðarfundar um mengun í jarðvegi.
Þó svo að jarðvegsmengun hafi ef til vill ekki verið mikið áhyggjuefni á strjálbýla Íslandi, þá getur jarðvegur verið mengaður af þrávirkum eiturefnum vegna löngu liðinnar starfsemi.
Auðgreining slíkra mengunarefna krefst sérhæfðrar sýnatöku og greiningu á tilraunastofu, sem getur verið mjög kostnaðarsamt.
Á fundinum verða áskoranir tengdar mengun í jarðvegi á Íslandi ræddar og fengin innsýn í hvernig bandarísk stjórnvöld hafa tekist á við þennan vanda.
Viðburðurinn fer að hluta til fram á ensku.
Dagskrá
Kl. 8:20 Boðið upp á kaffi í anddyri hússins
Kl. 8:40 Hrund Ólöf Andradóttir, deildarforseti umhverfis- og byggingarverkfræðideildar HÍ, setur og stýrir fundi
Kl. 8:45 Áskoranir á Íslandi
- Erla Guðrún Hafsteinsdóttir, mengunarsérfræðingur hjá Verkís, formaður Fagfélags um mengun á Íslandi (FUMÍS)
- Baldur Dýrfjörð, lögfræðingur og starfsmaður HS veitna, meðstjórnandi VAFRÍS
Kl. 9:15 Reynslan frá Bandaríkjunum, Rainer Lohmann, prófessor og Fulbright sérfræðingur ( fer fram á ensku)
Kl. 9:45 Umræður í sal
Kl. 10:00 Fundi slitið
Um Fulbright sérfræðinginn Rainer Lohmann:
Dr. Rainer Lohmann er prófessor við haffræðideild háskólans í Rhode Island. Hann nam efnaverkfræði við EHICS í Strasbourg í Frakklandi, og lauk doktorsnámi í umhverfisverkfræði við Lancaster háskóla í Bretlandi. Hann er forstöðumaður Superfund Research Program Center um uppsprettur, flutning, útsetningu og áhrif PFAS efna í umhverfinu. Rannsóknir hans beinast að mæla og greina örlög mengunarvalda af mannavöldum í umhverfinu, oft með óbeinum sýnatökuaðferðum.
Dr. Lohmann starfaði í stýrinefnd stjórnar vísindaráðgjafa Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna árin 2017-2023. Hann hlaut Fulbright Arctic Initiative III árið 2020 og Alexander-von-Humboldt Fellowship árið 2011. Sem meðlimur Global PFAS Science Panel og International Panel on Chemical Pollution hefur Dr. Lohmann starfað við að gera vísindi aðgengileg fyrir stefnumótendur. Hann heimsækir Háskóla Íslands sem Fulbright sérfræðingur með stuðningi frá Fulbright Íslandi.
Dr. Rainer Lohmann, prófessor við haffræðideild háskólans í Rhode Island