Skip to main content

Mikilvægi samskipta og tengsla í menntun

Mikilvægi samskipta og tengsla í menntun - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
13. mars 2024 14:00 til 16:00
Hvar 

Aðalbygging

Hátíðarsalur

Nánar 
Á ensku

Mikilvægi samskipta og tengsla í menntun - Hvernig sköpum við tengsl í háskólanámi til að styðja við nám og vellíðan? 

Beint streymi verður af viðburðinum.

Dr. Peter Felten er leiðandi sérfræðingur í kennsluþróun háskóla. Rannsóknir hans hafa beinst að því hvernig við getum á áhrifaríkan hátt aukið gæði náms og kennslu og hvernig nemendur geta haft áhrif á eigið námsferli. Í erindinu segir Felten frá niðurstöðum viðamikilla viðtalsrannsókna við bandaríska háskóla sem sýna hversu mikilvæg markviss tengsl nemenda við samnemendur og við kennara og starfsfólk eru fyrir bæði nám og velferð nemenda. Að skapa slík tengsl innan kennslustofu og almennt í háskólum er sérlega mikilvæg í kjölfar heimsfaraldurs og til að takast á við þær áskoranir sem gervigreind hefur í för með sér fyrir framtíð háskóla.

Fyrirlesturinn er ætlaður öllum sem áhuga hafa á kennslu og námi á háskólastigi og eru nemendur sérstaklega hvattir til að mæta. Að fyrirlestrinum loknum verða pallborðsumræður um mikilvægi samskipta og tengsla í íslensku háskólakerfi. 

Allt áhugafólk um kennslu velkomið. 

Mikilvægi samskipta og tengsla í menntun - Hvernig sköpum við tengsl í háskólanámi til að styðja við nám og vellíðan?  Dr. Peter Felten er leiðandi sérfræðingur í kennsluþróun háskóla. Rannsóknir hans hafa beinst að því hvernig við getum á áhrifaríkan hátt aukið gæði náms og kennslu og hvernig nemendur geta haft áhrif á eigið námsferli.

Kennsludagar-fyrirlestur með dr. P.Felten