Skip to main content

Málstofa: Aurora for Academics: How can it enrich your teaching?

Málstofa: Aurora for Academics: How can it enrich your teaching?  - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
4. nóvember 2021 14:00 til 15:00
Hvar 

Fyrirlestrasalur Þjóðminjasafnsins

Nánar 
Viðburðurinn er hluti af Alþjóðadögum HÍ 2.-5. nóvember

Aurora er samstarf rannsóknaháskóla víðsvegar úr Evrópu og eitt bandalaganna sem styrkt eru af European Universities Initiative áætlun Evrópusambandsins.

Bandalögin eru alls 41 og er ætlað að móta framtíðarfyrirkomulag háskólastarfs í álfunni. Aurora styður háskólana sem eiga aðild að samstarfinu í að efla gæði og auka samfélagslegar áherslur í námi.

En hvaða þýðingu hefur þetta fyrir akademíska starfsmenn sem kenna við Aurora háskóla? Hvernig getur þetta einstaka samstarf bæði auðgað nám og kennslu og stutt við starfsþróun og persónulega þróun Aurora kennara?

Í málstofunni fer Harpa Sif Arnarsdóttir, verkefnisstjóri Aurora, yfir helstu markmið samstarfsins og veitir yfirsýn yfir helstu tækfæri og stuðning sem Aurora býður akademísku starfsfólki. Þá mun Anne-May Janssen, framkvæmdastjóri Aurora, flytja stutt ávarp í upphafi. Leitast verður við að hafa góðan tíma fyrir opið samtal við þátttakendur.

Kynningin og umræður fara fram á ensku.

Í málstofunni fer Harpa Sif Arnarsdóttir, verkefnisstjóri Aurora, yfir helstu markmið samstarfsins og veitir yfirsýn yfir helstu tækfæri og stuðning sem Aurora býður akademísku starfsfólki. Þá mun Anne-May Janssen, framkvæmdastjóri Aurora, flytja stutt ávarp í upphafi. 

Málstofa: Aurora for Academics: How can it enrich your teaching?