Skip to main content

Listamannaspjall: Beiting fötlunar- og hinseginfræða í sviðslistum

Listamannaspjall: Beiting fötlunar- og hinseginfræða í sviðslistum - á vefsíðu Háskóla Íslands
Hvenær 
9. febrúar 2026 14:00 til 15:00
Hvar 

Oddi

Oddi, O-206

Nánar 
Aðgangur ókeypis

Gréta Kristín Ómarsdóttir, leikstjóri, Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, félagsfræðingur og sviðslistakona & Kristín Björnsdóttir, prófessor á Menntavísindasviði.

Í listamannaspjallinu munu Gréta og Embla ræða um beitingu fötlunar- og hinseginfræða í sviðslistum en jafnframt flétta saman við umfjöllunina dæmum úr eigin listsköpun. Gréta og Embla hafa starfað saman að uppsetningu tveggja sviðsverka, Eden, sem frumsýnt var á Listahátíð 2024, og Skammarþríhyrningurinn, sem frumsýnt var í Borgarleikhúsinu 2025. Fjallað verður um það ferli að markvisst skapa sviðslistir út frá fötlunar og hinsegin reynslu og það listræna gildi sem felst í slíkri sköpun. Þátttakendur eru hvattir til að taka þátt í samtalinu.

Hægt er að panta táknmálstúlkun á viðburði Jafnréttisdaga með tölvupósti á adstodarmenn@hi.is.

Sjá dagskrá í heild á jafnréttisdagar.is.

Aðgengisupplýsingar: Byggingin er aðgengileg hjólastólanotendum um tvo af þremur inngöngum. Einn inngangur er í tengigöngum milli Odda og Gimlis við bílastæði fyrir framan báðar byggingar. Hinn inngangurinn snýr að Árnagarði. Bílastæði eru aðgengilegri á milli Nýja Garðs, Gimli og Odda. Hurðir eru rafknúnar og lyfta upp aðra hæð. Þröskuldur á hurð inn í stofuna. Aðgengileg salerni á 1. hæð. Lyfta. Ókyngreind salerni á 1. hæð.

Jafnréttisdagar

Listamannaspjall: Beiting fötlunar- og hinseginfræða í sviðslistum