Hjúkrun í fararbroddi
Stakkahlíð / Háteigsvegur
í stofu Bratta og Skriðu
Ráðstefnan Hjúkrun í Fararbroddi verður haldin í þriðja sinn þann 18 janúar 2018, í Stakkahlíð húsnæði Háskóla Íslands. Ráðstefnan er haldin á vegum Hjúkrunarfræðideildarinnar Háskóla Íslands og var stofnuð í minningu Guðrúnar Marteinsdóttur, dósents við námsbraut í hjúkrunarfræði Háskóla Íslands. Guðrún var aðeins 42 ára gömul þegar hún lést árið 1994 en hafði þá þegar skipað sér sess sem frumkvöðull í hjúkrunarkennslu, heilsuvernd og heilsugæslu á Íslandi. Ráðstefnan er haldin til að heiðra minningu Guðrúnar og til að halda hugsjónum hennar á lofti.
Smelltu hér til að skrá þig á ráðstefnuna
Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor
formaður undirbúningsnefndar ráðstefnunnar
Hjúkrun í fararbroddi 2018 verður haldinn í hús Menntavísindasviðs í Stakkahlíðinni í eftirfarandi stofum: Skriða, Bratti, H-209, H-204, H-205 og H-101